Menntamál - 01.12.1955, Blaðsíða 41
MENNTAMÁL
223
vel í okkar litla landi eru uppi margbreytt vandamál i
skólastarfinu, sem full þörf væri á að grafast fyrir og
ráða bót á, og því drep ég á viðhorf þessi hér.
Efnisbundin próf má semja á talsvert breytilegan hátt,
en helztu gerðir þeirra eru samt þrjár, og af þeim eru
svo til fjöldi afbrigða. Þessar þrjár gerðir eru: rétt ■—
rangt, réttast val og eyðufylling. Til að forðast misskiln-
ing, skal það tekið fram, að formið sjálft er aðeins tæki
til að ná markmiði og verður því aldrei eins þýðingar-
mikið og svörin: útkoma kennslunnar, sem verið er að
prófa. Hin einstöku atriði prófsins, „spurningarnar“, taka
einnig á sig mismunandi form eftir því, hvað þau eiga að
prófa. Sum atriði prófa aðeins þekkingu á staðreyndum,
þar sem önnur krefjast skilnings á samhengi hlutanna, og
enn önnur heimta skilning og hæfni til að draga ályktun
af gefnum forsendum. Þessi aðgreining á að hjálpa til að
auka gildi prófsins og auðvelda kennaranum að finna
hinar „veiku“ eða „sterku“ hliðar nemandans.
Rétt — rangt. (dæmi).
Leiðheiningar: Setjið + fyrir framan þau atriði, sem
þið teljið rétt, en — við þau, sem þið teljið röng og 0 við
þau, sem ekki er hægt að segja neitt ákveðið um, hvort
eru rétt eða röng, miðað við þær forsendur, sem gefnar
eru eða einhverjar aðrar.
( ) 1. Vatnajökull er stærsti jökull Evrópu.
( ) 2. Symfóníutónleikar eru skemmtilegri en kvik-
myndir.
( ) 3. Það er betra að tapa í drengilegum leik en vinna
með brögðum.
4. Fyrir tilstilli Jóns Sigurðssonar voru bænaskrár
um verzlunarfrelsi víðs vegar af landinu með
fjölda undirskrifta sendar konungi með þeim
árangri, að verzlunin var gefin frjáls árið 1854.
Danskir kaupmenn höfðu borið því við, að verzl-