Menntamál - 01.12.1955, Blaðsíða 27
MENNTAMÁL
209
Honum var yndi að því að fræða
„Þú reiðst á Helvötn mann- og menntavinur
með mjúkan yl og þokka í kynningunni.
Á arni brennur margt í minningunni."
Þessar ljóðlínur koma mér í hug, er ég minnist andláts
Guðmundar Gíslasonar.
Einn af mætustu skólamönnum hérlendum kemst svo
að orði, að ekkert sé vænlegra ungum mönnum til þroska
og drengskapar en fela þeim mikla ábyrgð.
Það var alvörustund í lífi mínu, þegar Guðmundur
Gíslason tjáði mér að hann hefði ákveðið að fela mér alla
íslenzkukennslu við skóla sinn. Þegar ég nú renni huganum
yfir árin, sem ég gegndi þessu starfi, virðist mér ábyrgðin,
sem því fylgdi, hafa orðið mér lærdómsríkari, þroskavæn-
legri en flest annað. Betri yfirmann en Guðmundur var,
gat óreyndur kennari ekki hlotið. Hann fylgdist jafnan af
áhuga með viðleitni samkennara sinna, lét þá hafa frjáls-
ar hendur, en þó fulla ábyrgð. Fyrir þetta stend ég í ævar-
andi þakkarskuld við hann.
Guðmundur var fæddur kennari. Honum var yndi að
því að fræða, lagið að bregða ljósi yfir viðfangsefnin. Síð-
asta árið, sem við störfuðum saman, sagði hann við mig,
að það væri sér ætíð gleðiefni að ganga inn í kennslustund.
Þá hafði hann starfað að kennslu í hart nær aldarfjórð-
ung.
Sögukennslu Guðmundar var viðbrugðið af nemendum
hans. Hygg ég, að hún hafi verið vönduglegri og betur
skipulögð en títt er hér á landi. Hann var vandlátur um
14