Menntamál - 01.12.1955, Blaðsíða 69
MENNTAMÁL
251
eru í skjalasafni Reykjavíkurbæjar, hóf ég á síðastliðnum
vetri athugun á stafsetningu 10 ára barna í nefndum skóla
umgetið ár (vorpróf 1921).
Síðastliðið vor fékk ég svo leyfi skólastjóra í Melaskóla
og Miðbæjarskóla og samþykki fræðslufulltrúa til þess
að prófa 10 ára börn í þessum skólum með stafsetningar-
prófi Steingríms frá 1921. Próf þetta var tekið fáum dög-
um fyrir vorpróf og framkvæmt af bekkjarkennurum hlut-
aðeigandi skóla. Prófuð voru 319 börn.
Það má segja, að ólíku sé saman að jafna, stafsetningar-
prófinu 1921 og prófinu s.l. vor með sama verkefni. Tíu
ára börn í Reykjavík 1921 voru almennt skemmra kom-
in í námi en 10 ára börn hér nú. Vorið 1921 voru um 80
börn 10 ára ekki prófuð í stafsetningu, og yfir 50 börn eru
talin 9 ára (fæðingardags ekki getið) á prófskýrslunum,
af þeim 204 börnum, sem athugunin fjallar um. Þessi 9
ára (?) börn eru með þeim duglegri í 10 ára bekkjunum.
En athugunin sýnir samt greinilega, hvar þessi börn eru
stödd í stafsetningu í samanburði við 10 ára börn nú.
Samkvæmt athuguninni var meðaltal réttritaðra orða á
barn 1921: 22,45, en 1955: 31,95.
Eftir þeim heimildum, sem fyrir hendi eru, er ekki hægt
Próftafla um gelu barnanna i stafsetningu.
• ^J *J *J 4J 4J C3 *J
50 'QJ -QJ 4-» 'OJ 'QJ '<U 'QJ 'QJ 'QJ xO 'OJ
3 'O i-H 'o; Lh 'QJ >H >H 50 i-H ÍH 50 Í-H ÍH 50 i-, i-H 50 i-H u 50 ÍH >H 50 ÍH >H 50 >H 50 >H 'QJ u tn >H s
0-. 50 50 O O o o o o O O 50
c Lh o >h o o CM CT: (M co O) co 3 cn $H O 3 50 O
ú :0 O) ó ló Ó iÓ ó ó ó ó O O
PP kó (M CM co co & ko
% % % % % % % % % % % %
1921 204 0,9 6,4 14,7 23,5 27,0 20,6 6,9 x) 0,0 0,0 0,0 44,9
1955 319 0,0 0,3 3,5 7,5 13,8 19,4 17,9 11,3 11,6 12,8 1,9 63,3
1) Hér ætti nokkuð a£ næstu tölu (6.9%) á undan að vera, en ekki hægt að
ákveða, hve mikið það ætti að vera.