Menntamál - 01.12.1955, Blaðsíða 38
220
MENNTAMÁL
sem áður var sagt um misræmi í einkunnagjöfinni, til að
augljóst megi verða, að einkunnin 5 hjá einum kennara
getur átt við nákvæmlega sömu getu og t. d. 4 eða 6 hjá
öðrum. Um landsprófin, t. d. í reikningi fyrir barna- eða
fullnaðarprófið, gildir þetta að nokkru leyti líka, þar eð
engin gögn liggja fyrir um það, hvers raunverulega ber að
krefjast af 12 ára barni eða neinum öðrum aldursflokki.
Þessara gagna þarf að afla hið fyrsta með það fyrir aug-
um að stighæfa próf í nokkrum greinum fyrir alla aldurs-
flokka skyldustigsins.
Stighæfð próf (Standardized tests).
Á undanförnum árum hefur víða verið gert mikið að
því að ákveða stig þekkingar og námsgetu barna á hverju
aldursstigi fyrir sig. Sem dæmi má taka, að allmörg sam-
lagningardæmi eru lögð fyrir mikinn fjölda barna. Meðal-
tal þess dæmafjölda, sem rétt er reiknaður á ákveðnum
tíma, er fundið fyrir sérhvern aldursflokk og prófið
þannig „stighæft“, nákvæmlega á sama hátt og greindar-
próf. Með því að leggja þetta próf fyrir hóp eða bekk
barna, er hægt að kveða á um hæfni þeirra í samlagn-
ingu með allmiklu öryggi. Ef nú t. d. drengur, 10 ára
gamall, skilar því meðaltali, sem áður hafði reynzt vera
meðaleinkunn 12 ára barna, má segja, að námsaldur
(educational age) hans fyrir samlagningu sé 12. Með því
að nota sömu aðferð og notuð er við útreikning greindar-
vísitölu, er hægt að reikna út námsvísitöluna:
Námsvísitala ==
námsaldur
lífsaldur
X 100,
12
í þessu dæmi:__x 100 == 120.
10
Þannig hafa próf í mörgum algengum námsgreinum
verið stighæfð og kennurum þannig gert kleift að prófa