Menntamál - 01.12.1955, Blaðsíða 29
MENNTAMÁL
211
^YYlerkur uppeldiójrœöingur
&ówaid ^CroW iátinn
Oswald Kroh.
Ellefta september s.l. andað-
ist Oswald Kroh, aðalkennari í
sálarfræði við háskólann í Vestur-
Berlín. Auk kennslu veitti hann
sálfræðirannsóknarstofum liá-
skólans forstöðu, en þær eru
tvær, Psychologisches Institut og
Instititut fiir psychologische
Forschung. Um margra ára
skeið hefur hann verið í hópi
fremstu uppeldis- og sálarfræð-
inga I’jóðverja, mikilhæfur kenn-
ari, stórvirkur rithöfundur og
fræðimaður, um skeið formaður
í sambandi þýzkra sálarfræðinga
og ritstjóri eins merkasta sál-
íræðitímaritsins Zeitschrift fiir
Psychologie. Þekktustu rit lians
Grundschulkindes og Psycho-
eru Entwicklungspsycliologie des
logie der Oberstufe. Hafa rit þessi komið út í fjölmörgum út-
gáfum. Síðasta bók lians um uppeldismál, Revision der Erziehung,
kom út 1952, og önnur útg. aukin 1954. Auk þessara umtæku rita
um uppeldismál og uppeldislega sálarfræði skrifaði hann margar
bækur um afmörkuð rannsóknarefni, má þar einkum nefna rit
hans Subjektive Anschauungsbilder bei Jugendlichen, en það er eitt
af höfuðritum um sjónmunahæfileikann, en rannsóknir á honum
hafa stóraukið skilning á sálarlífinu, einkum sálarlífi barna. Auk
þess skrifaði hann fjölda greina og ritgerða og annaðist útgáfur á
vísindaritum. Þó að próf. Kroh væri mikilhæfur vísindamaður og
rithöfundur, var þó miklu meira vert um hann sem mann. Sálarfræð-
in er að því leyti illa sett, að margur leggur stund á hana sem
nokkurs konar andlegan munað. Sjálfum er mér það enn í fersku
minni, að ég hóf sálfræði- og heimspekinám með það eitt í huga að
kynnast þeim vísindum, er mættu veita mér mesta fullnægingu án