Menntamál - 01.12.1955, Blaðsíða 81
MENNTAMÁL
263
SkrúðgarÖurinn að Hvanneyri.
Ljósm.: A. K.
Suðurland, til Þingvalla, að Gullfossi og Geysi og til Krýsuvíkur.
Þann 12. júlí fór liópurinn til Norðurlands í fylgd með allmörg-
um íslenzkum kennurum. Þessi norðurferð tókst með ágætum, enda
fór hvorutveggja saman, að ferðafólkið naut einstakrar veðurblíðu og
frábærrar gestrisni og fyrirgreiðslu Norðlendinga.
Á Akureyri skildust leiðir í bili. Þeir kennarar, er dvelja skyldu
á Norður- og Austurlandi, urðu þar eftir, en hinir, er dvelja áttu á
Suður- og Vesturlandi, héldu aftur til Reykjavíkur með íslenzku
ferðafélögunum og fóru svo þaðan, hver til síns dvalarstaðar.
Síðustu daga júlímánaðar hittust svo dönsku kennararnir í Reykja-
vík á ný og bjuggu þá hjá gestgjöfum sínum þar.
Áður en lieim var haldið þágu þeir, ásamt gestgjöfum sínum, boð
sendiherra Dana, og kvöldið áður en liópurinn lagði af stað heirn-
leiðis var kennurunum og gestgjöfum þeirra boðið í skilnaðarhóf,
til vicekonsuls Dana herra Ludvig Storr, en hann er formaður Félags
Dana á íslandi.
Forstöðunefnd heimboðsins að þessu sinni var skipuð formanni og
varaformanni Kennarasambandsins, þeim Pálma Jósefssyni og Arngr.