Menntamál - 01.12.1955, Blaðsíða 93
MENNTAMÁL
275
Á fundinum fluttu erindi:
Dr. Matthías Jónasson um sveigjanlega kennslukerfið.
Sveinn Gunnlaugsson skólastjóri um kennslu treglœsra barna í
Danmörku.
Þorleifur Bjarnason námsstjóri um starfreena kennslu og hjálpar-
tceki.
Björn H. Jónsson skólastjóri um úlgáfu skólabóka á íslandi á fyrri
tímum og um Ríkisútgáfu námsbóka.
Þessar ályktanir voru samþykktar:
Um hjálparkennslu og sálfrœðiþjónustu i barnaskólum.
„Aðalfundur Kennarafélags Vestfjarða, haldinn á ísafirði 12. og 13.
okt. 1955, skorar á frœðslumálastjórnina að beita sér fyrir þvi, að
unnt verði i skólum landsins að taka upp sérkennslu fyrir þau börn,
sem ekki reynast hafa not af venjulegri skólavist með öðrum börnum.
Fundurinn lýsir ánagju sinni yfir þvi, að' fram er komið á alþingi
frumvarþ um sálfrœðiþjónustu i barnasliólum, en telur brýna nauð-
syn, að ráðnir verði til starfa sálfrœðingar, er ferðist um landið og
hafi með höndum rannsóknir og leiðbeiningarslörf varðandi kennslu
og uþpeldi þeirra barna, sem erfiðleikum valda i námi.
Treystir fundurinn þvi, að alþingi hagi ákvœðum framangreindr-
ar löggjafar i samrcemi við það.“
Um rikisútgáfu námsbóka.
„Aðalfundur Kennarafélags Vestfjarða, haldinn á ísafirði 12. og 13.
okt. 1955, telur, að rétt spor hafi verið stigið í útgáfu kennslubóka
með stofnun Ríkisútgáfu námsbóka, og að þá liafi verið ráðin mikils-
verð bót á einu mesta vandamáli barnaskólanna, þ. e. tilfinnanleg-
um bókaskorti margra nemenda.
Hins vegar er fundinum ljóst, að ríkisútgáfunni hefur verið óhæfi-
lega þröngur stakkur skorinn fjárhagslega, og þar af leiðandi mikið
skort á hin síðari ár, að starfsemi útgáfunnar hafi fullnægt þeim
sjálfsögðu kröfum, sem til hennar verður að gera og vonir manna
stóðu til, en það er að nemendum og kennurum sé séÖ fyrir nauðsynleg-
ustu námsbókum og hjálpartækjum, er fullnægi ströngustu kröf-
um á liverjum tírna.
Fundinum er ljóst, að til þess að því takmarki verði náð, er nauðsyn-
legt að tekjur ríkisútgáfunnar séu nú þegar stórauknar, og lýsir yfir
ánægjtt sinni, að fram er komið stjórnarfrumvarp á alþingi um það
efni.
Enn fremur álítur fundurinn að stefna beri að því, ;tð Ríkisútgáfa
námsbóka nái einnig til unglingastigs fræðsluskyklunnar.