Menntamál - 01.12.1955, Blaðsíða 40
222
MENNTAMÁL
sniðin eingöngu með tilliti til þeirrar starfsgreinar, sem
viðkomandi nemendur ætla að búa sig undir með veru
sinni í skólanum.
Hin nýja próftækni: EfnisbuncLin próf (Objective
testing).
Próftækni sú, sem hér um ræðir, byggist á því, að hin
einstöku atriði prófsins eða spurningar eru þannig af-
markaðar, að ekki getur verið um nema eitt svar að ræða,
enginn millivegur eða persónulegt mat kennarans getur
breytt þar um. Af þessu leiðir, að hversu margir, sem fyr-
ir sama próf gefa, þá fá þeir óhjákvæmilega allir sömu
útkomu. Kostir slíkra prófaðferða eru augljósir. Útkoma,
sem þannig er fengin, sýnir miklu öruggari og sannari
hæfnis- og framfaraeinkunn heldur en prófniðurstaða,
sem byggist meira og minna á persónulegu mati kennara
og prófdómenda.
Efnisbundin próf.
Þessi tækni í gerð og framkvæmd prófa hefur þróazt með
nýjum viðhorfum varðandi notkun prófa í hinu almenna
skólastarfi, kemur það berlega í ljós í sambandi við greind-
arprófin. Þessi próf eru m. a. notuð í þágu kennslustarfs-
ins sem kerfisbundin rannsókn á námsgetu, einstaklings-
bundnum erfiðleikum í námi, afturför eða kyrrstöðu. Til-
gangur þessarra rannsókna er að skapa grundvöll að já-
kvæðri kennslu. Prófin hafa þannig fengið nýtt hlutverk
þ. e. að þjóna sem tæki til að auðvelda kennaranum að
þekkja sitt viðfangsefni: börnin, námsgreinar og uppeldi.
Próf á þessum vettvangi hafa náð mikilli útbreiðslu og
eru geysivíðtæk um öll Bandaríkin. Kemur það af því, að
þar hafa þróazt hinar ólíkustu aðferðir í kennslu og próf-
aðferðum og gefið mjög misjafna raun. Leiðir af líkum,
að á slíkum stöðum er sífellt knýjandi þörf fyrir rann-
sóknir á þeim fyrirbrigðum, sem áður voru nefnd. Jafn-