Menntamál - 01.12.1955, Blaðsíða 98
280
MENNTAMÁL
Kennaranámskeið í móðurmáii og sögu.
Úr skýrslu Bjama Vilhjálmssonar og Helga Þorlákssonar.
Kennaranámskeið í móðurmáli og sögu var haldið í Háskóla íslands
að tilhlutan fræðslumálastjóra og Landssambands framhaldsskóla-
kennara og stóð frá 15.—25. júnf 1955 að báðum dögum meðtöldum.
Undirbúning og umsjón iinnuðust Bjarni Vilhjálmsson, cand. mag.“
(f. h. fræðslumálastjóra) og Helgi Þorláksson, form. L. S. F. K. Nám-
skeiðið var einkum sniðið fyrir kennara gagnfræðastigsins, en öllum
lieimil þátttaka.
Kennarar og námsejni.
Kennslan fór fram í fyrirlestrum, æfingum og umræðum. Leiðbein-
endur voru þessir og aðalviðfangsefni þeirra:
1. Árni Böðvarsson, cand. mag.: ísl. hljóðfrœði og framburður,
einkum hv.- kv.-framburður, harðmæli og linmæli, réttmæli og flámæli,
svo og nokkur önnur mállýzkuatriði.
2. Bjarni Vilhjálmsson, cand. mag.: íslandssaga, einkum tímabilið
frá 1874.
3. Björn Þorsteinsson, sagnfræðingur: Land og saga, rakin í stórum
dráttum þróunarsaga þjóðarinnar og helztu tímabil hennar með sér-
stöku tilliti til landfræðilegrar afstöðu héraða, t. d. á Sturlungaöld.
4. Eiríkur Hreinn Finnbogason, cand. mag.: Málfrœði og stafsetning
í tornæmum deildum.
5. Guðrún P. Helgadóttir, B. A.: Ritgerðir, rakin nokkur undir-
stöðuatriði um samningu ritgerða og leiðbeiningar um byggingu
þeirra.
6. Dr. Halldór Halldórsson, dósent: Isl. setningafrœði og fallakerfið,
rakin helztu atriði í sögu setningafræði erlendis og hérlendis og setn-
ingafræðihugtök rækilega skýrð.
7. Kristján Eldjárn, þjóðminjavörður: Þjóðminjasafnið og hagnýting
þess eða annarra safna i skólastarfi. Safnið sýnt og leiðbeint um helztu
gripi hverrar deildar.
8. Dr. Steingrímur J. Þorsteinsson prófessor: Bókmenntalestur.
Rakin Skipting íslenzkrar bókmenntasögu í tímabili og síðan eink-
um fjallað um höfuðskáld og stefnur 19. aldar og fram á þennan dag.