Menntamál - 01.12.1955, Blaðsíða 75
MENNTAMÁL
257
A. Stofnkostnaður.
1. Alþingi ákveður stofnkostnaðarframkvæmdir skóla og veitir fé
til hverrar einstakrar framkvæmdar. 2. Ríkissjóður skal liafa lokið
greiðslu á sínum hluta innan 5 ára frá því að fyrsta greiðsla fór fram.
3. Hert er á ákvæðum um fuilnaðarteikningar og kostnaðaráætlanir
skólaframkvæmda, sem lagt skal til grundvallar samþykkt ráðuneytis
og fjárveitingu alþingis. 4. Fullnaðargreiðsla á framlagi ríkissjóðs er
bundin þeim skilyrðum, að mannvirkin séu tekin út af trúnaðar-
manni ríkisins, kostnaðarreikningar endurskoðaðir og úrskurðaðir.
5. í stað heimildar tif þess að greiða styrk úr ríkissjóði til skólabíla,
skal greiða þann kostnað að 3/ l,r fíkissjóði, Jrar sem slíkt skólahald
er talið heppilegt.
Hlutftíll milli ríkissjóðs og sveitarfélaga í greiðslu stofnkostnaðar
skóla cru óbreytt frá því, er áður var, hlutur ríkissjóðs er i/2 * heim-
angönguskólum, s/ í heimavistarskófum og 3/ í skólabílum.
B. Rekstur.
1. Settar eru ákveðnar reglur unr rétt skólanna til fastra kennara,
(|j. e. tölu fastra kennara og nemendafjtílda á livern kennara), er
ríkissjóður greiðir laun, skv. ákvæðum launalaga, — og greiðslu
stundakennara vegna of fárra fastra kennara. Önnur stundakennsla
verður ríkissjóði óviðkomandi. (Hefur verið greidd að hálfu). 2.
Forfallakennslu skal greiða á sama hátt og föst laun úr ríkissjóði (sbr.
lög 38/1954 og reglugerð). 3. Taka skal tillit til umsjónarstarfa
kennara í heimavistarskólum og annarra nauðsynlegra starfa í Jiágu
skóla við útreikning á rétti skóla til kennara og kennslustundafjölda
kennara, ]). e. kennsluskyldu á viku. 4. Leiga fyrir húsnæði til skóla-
halds skal greidd af aðilum eftir sömu hlutföllum og stofnkostnað-
ur. 5. Rekstur skólabíla skal greiddur að i/ úr ríkissjóði, Jsegar sh'kt
fyrirkomulag tryggir samfærslu smærri skólahverfa eða sparar rekst-
urskostnað heimavista. 6. Viðhaldskostnaður verður greiddur af
aðilum eftir sömu hlutföllum og stofnkostnaður i}/—//) en hefur
verið greiddur eftir reksturshlutföllum (}/—/</)■ 7. Lögfest er heimild
Alþingis til að greiða liitunarkostnað framhaldsskóla að 3/ úr ríkis-
sjóði, þar sem ekki nýtur jarðhita. 8. Leigutekjur af liúsnæði skulu
skiptast á milli aðila eftir sömu lilutföllum og þeir greiða viðhalds-
kostnað þannig að ríkissjóður fær i/>—3/, en sveitasjóður afganginn.
C. Eftirlit.
1. Sett eru ný ákvæði um reikningshald, endurskoðun og eftirlit
með eignum og fjármálum skóla.
17