Menntamál - 01.12.1955, Blaðsíða 24
206
MENNTAMÁL
Af tengslamyndum þeim, er hér birtast, er 11-árabekk-
urinn sérstaklega athyglisverður, en jafnframt sérkenni-
legur (atypiskur). Það er, sem betur fer, fágætt, að nem-
andi í bekk sé jafn illa settur og nr. 13 er í þessum bekk.
Um það bil tveir þriðju hlutar bekkjarsystkinanna kjósa
að vera án samneytis við hann (mynd B), og ekkert þeirra
kýs hann að félaga (mynd A). Þegar barni er afneitað
jafn harkalega og hér er lýst, leynist það ekki fyrir kenn-
urum, og er skylt að geta þess, að skólinn hafði gert ráð-
stafanir til að leysa eftir föngum vanda þessa barns, um
það bil er athugunin var gerð. Dæmið af nr. 13 er hins
vegar samkennilegt (typiskt) að því leyti, að nemendur
sem fá mörg mótatkvæði hljóta einnig fá eða engin með-
atkvæði, sbr. nr. 5 og nr. 8 í 11-árabekknum. Ef klíkur eru
harðskeyttar í bekk, þreytist tengslamyndin mjög. Þá fær
sami einstaklingur e. t. v. álíka mörg með- og mótatkvæði.
í 8-ára bekk eru skipti eftir kynjum augljós. Að öðru
leyti er það eðlileg dreifing atkvæða.
SKÓLAEFTIRLIT.
í samræmi við lög nr. 41/1955 um fjármál skóla, sem sameiginlega
eru kostaðir af ríki og sveitarfélögum, hefur sérstakri skrifstofu verið
falið eftirlit með fjárliagslegri framkvæmcl fræðslulaga. í sambandi við
þessa skrifstofu hafa námsstjórar barnafræðslunnar á hendi eftirlit
með fjárreiðum og eignum barnaskólanna, en Aðalsteinn Eiríksson
námsstjóri í skólum gagnfræðastigsins, húsmæðrafræðslunnar og iðn-
skólunum. Jafnframt hefur Aðalsteinn Eirfksson verið skipaður frant-
kvæmdarstjóri alls eftirlitsins, en hann hefur undanfarin fimm ár
að tilhlutan menntamálaráðuneytisins athugað um fjárreiður gagn-
fræðaskóla, liúsmæðraskóla o. 11. skóla og fjárhagsleg samskipti ríkis og
sveitarfélaga þeirra vegna.
Skrifstofa skólaeftirlitsins er á Laugavegi 24, Reykjavík.