Menntamál - 01.12.1955, Blaðsíða 43
MENNTAMÁL
225
Má annað hvort strika undir eða draga hring um hið
rétta númer eða þá hafa sviga fyrir aftan dæmin.
1. Hver skrifaði Bréf til Láru?
a. Þórbergur, b. Laxness, c. Gunnar Gunnars-
son. ( )
2. Hinna illu verka brennumanna var a. hegnt,
b. hefnt. ( )
3. Orðið rekJcur þýðir: a. rekkja, b.Hiestur*, c. maður. ( )
4. Frændi þinn hlýtur að vera yngri en þú, eldri en
þú eða þá jafn gamall þér. En hann er hvorki
eldri né yngri. Þess vegna er hann:
a. yngri en þú, b. eldri en þú, c. jafngamall þér. ( )
Eyðufylling (Completion or recall test).
Þetta próf hefur oftast á sér þau þrjú snið, sem hér
eru sýnd.
1. ---------------------------------er forseti íslands.
2. Landnám hófst á íslandi árið -------- og því er talið
lokið---------.
3. Veðurfar á íslandi er mun hlýrra en það ætti að vera
miðað við legu landsins, vegna--------------------------
Ég vil geta þess, að mjög þægilegt er að breyta okkar
venjulegu spurningum í þetta form, þannig að svarið
verði einnig á prófblaðinu, en slíkt sparar mikinn tíma
við úrvinnslu og gefur rúm fyrir mun fleiri atriði, þar eð
hvert svar er afmarkaðra og krefst færri orða, styttri tíma,
minni skrifta.
Eins og áður var nefnt, eru til ótal tilbrigði við þessar
þrjár frumgerðir prófa. Eitt afbrigði við réttast val er
röðun (matching).
Dæmi:
Skrifið númer réttra höfunda í svigum framan við
kvæðin:
15