Menntamál - 01.12.1955, Blaðsíða 31
MENNTAMÁL
213
uppeldið einkum með tvenns konar hætti: starfrænu upp-
eldi og markvísu uppeldi. Starfrænt uppeldi kemur fram
við þátttöku í daglegu starfi og lifandi lífi án sérstakrar
uppeldislegrar ætlunar, markvíst uppeldi gerist þar, sem
leitazt er við að beina þroska ungmennis að ákveðnu mark-
miði. Hvort tveggja uppeldið hefur því meiri áhrif sem
það er í betra hamræmi við þróunarlögmál einstaklingsins.
Árangur af uppeldi fer eftir því, hvern hljómgrunn það á
í brjósti þess, er manna skal, og gildir einu máli, hvort átt
er við líkamlegt eða andlegt uppeldi. Ef við köllum þá verð-
andi lífræna, er gerist einkum eftir þeim þroskalögmálum,
sem búa í eðli barnsins, þá er eðlilegt að kalla það uppeldi
lífrænt, sem fylgir náttúrlegum vexti og verðandi. Verður
þá að gæta þroskastigs barnsins í öllum greinum, séreðlis
þess og stundarkjara. Af þessu leiðir, að ekki er til nein
allsherjar regla um lífrænt uppeldi, því að það hlýtur
ávallt að verða einstaklingslegt, sérhver maður bíður ein-
staklingsörlög, þrátt fyrir öll félagstengsl. Á hinn bóginn
er einstaklingurinn því nýtari þegn sem hann er þroskaðri
persónuleiki.
Ef betur er að gáð, verður einnig ljóst, að uppeldi er
aldrei óháð félagstengslum. Öryggi einstaklings fer
jafnan mjög eftir horfi hans við öðrum mönnum, trausti
hans á sjálfum sér og öðrum mönnum, og er ávallt að meira
eða minna leyti afleyðing af félagslegu uppeldi.
Ýmsar hættur eru á vegi, ef lögmál lífræns uppeldis
gleymast, t. d. ef hraða skal uppeldi og vexti um of. Má þá
vænta of mikils álags, einhæfingar og ókynna manna við
sjálfa sig.
Að hraða uppeldi barns um of, að kenna því fyrr en
þroski er til, táknar ekki aðeins, að mikið sé lagt á van-
þroska veru og að knúið sé til strafa fyrir aldur fram,
það felur miklu fremur í sér, að barnið fær ekki að taka
út frumþroska sinn. Ótímabær vitsmunaleg þjálfun skerðir
sjálfstæði og öryggi í ákvörðun og verki, ótímabært raun-