Menntamál


Menntamál - 01.12.1955, Blaðsíða 8

Menntamál - 01.12.1955, Blaðsíða 8
190 MENNTAMÁL Við getum líka hugsað okkur samanburð á því, hversu nemendur hefðu sjálfir orðað setningarnar og hversu Snorri orðar þær. Nemendur mundu t. d. segja: „Þú munt verða síðar hefnisamur,“ en Snorri segir: Hefni- samr muntu síðar, frændi,“ eða „Þessi drengur mun síð- ar verða konungur“ og „Hér muntu konung upp fæða, móðir.“ Fer þá ekki hjá því, að nemendur skynji áhrif þess að raða fremst eða framarlega í setningu þeim orðum, sem mest áherzla hvílir á. Með lestri góðra kvæða og sagna má einnig hafa áhrif á málsmekk nemenda, bæði um byggingu og stíl. Ef við lesum t. d. Gunnarshólma með nemendum, er rétt að benda á listræn orðasambönd, eins og sólroðin fjöll, borðfögur skeið og klógulir ernir, þar sem skáldið skýrir með einu orði mynd þess, sem hann er að lýsa. Getur þetta orðið þeim til stuðnings í orðavali síðar. Fer þá vel á því um leið að benda á, hvernig skáldið notar líkingar í lýsingum, skynjar t. d. Tindafjöll „búin blásvörtum feldi“, „gyrð grænu belti“, „með hjálminn skyggnda“, „horfa yfir heiðavötnin bláu,“ og hvernig hann persónugervir íslenzka náttúru, hugs- ar sér hana lifandi, gædda mannlegu eðli og mannlegum tilfinningum, svo að nokkur dæmi séu nefnd úr sama kvæði. Ef við lesum óbundið mál með nemendum, verðum við að draga fram stíleinkenni þess og hvað það er, sem sagan eða bókmenntakaflinn hefur m. a. sér til ágætis. Tökum t. d. söguna Heimþrá eftir Þorgils gjallanda. Þar má benda nemendum á kosti þess að líkja eftir málfari manna, en við það verður frásögnin oft svo eðlileg, að lesandinn verð- ur þátttakandi í atburðarásinni, en ekki áhorfandi. Til gamans má geta þess, að höfundur hlaut í upphafi ámæli, en ekki hrós, fyrir þessa túlkun efnisins, sem tvímælalaust á rétt á sér. Er ekki úr vegi að benda nemendum á, að höfundur notar stuðla í frásögninni, sem er fremur óvana- legt í óbundnu máli, og að einstaka sinnum sleppir hann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.