Menntamál


Menntamál - 01.12.1955, Blaðsíða 85

Menntamál - 01.12.1955, Blaðsíða 85
MENNTAMÁL 267 kýs að skapa jákvæða afstöðu nemenda til náms, m. a. vegna þess að kennara er haslaður völlur með námsskrá og kennsluháttum, er lítt skeyta um einstaklingseðli nemenda. Með áttunda kafla hefst annar meginþáttur bókarinnar, drög að kennslufrceði bóknáms. Setur höfundur þegar fram þann boðskap, sem er höfuðkenning bókarinnar og að hefur verið vikið ,að farsælt nám sé sjálfviljugt nám. Rekur hann lielztu skilyrði fyrir sjálfviljugu námi, gerir grein fyrir misjöfnum námsgáfum og ólíkum manngerðum, en mikill einstaklingsmunur í bekk krefst þess að sjálfsögðu, að sinna þurfi sérþörfum hvers barns, ef árangur á að verða við hlítandi. Leggur höfundur áherzlu á það, að nú séu bæði tornæmustu og greindustu börnin afskipt í skólunum, því að kennslan sé fyrst og fremst sniðin við hæfi meðalgreindu barnanna. Gáfnafar og sálgerð ráða einnig miklu um áhugamál barnanna. Þarf kennari þvi að gefa hvoru tveggja gaurn. Þá leiðir höfundur rök að því, að námsefni skólanna gegni ekki kröfum tímans, einkum sé verknámið vanrækt, en hér verður ekki fleira frá því sagt, því að í síðara bindi mun m. a. verða fjallað sérstaklega um verknámið. Gagnrýni höfundar beinist einkum að stundaskránni, en hún setur sniðið á daglegt starf í skólunum. Telur hann, að annarleg sjónarmið ráði oft gerð stundaskrár, svo sem húsnæðisekla, en kennslufræðileg sjónarmið séu vanrækt við samningu liennar. Hér er vafalaust auð- veldara um að ræða en í að komast, og lnisnæðisekla er ekkert fals- vandamál, en allvíða mun það vart geta dregizt öllu lengur að endurskoða stundaskrárnar, m. a .með hliðsjón af sæmilegri meðferð á vinnudegi kennara og nemenda, því að stundum er honum sundrað þannig, að engir annarra stétta menn myndu una slíku, en einnig koma til álita félagsleg sjónarmið, svo sem áhrif stundaskrár á heimilis- líf og heimilisvenjur. Af einstökum bóklegum greinum ræðir höfundur sérstaklega um móðurmálið. Átelur liann stafsetningarkennsluna mjög, bæði að að- ferð og fyrirferð, en mælt mál, bæði í lestri og ræðu, sé vanrækt og stílagerð einnig. í fyrstu tíu köflum bókarinnar ber allmikið á gagnrýni á kennslu- kerfi og kennsluháttum. í tveimur síðustu köflum bókar gerir höfundur grein fyrir breytingum, sem hann telur þörf að gera. Hann segir, bls. 168: „Ég komst ekki hjá því að gagnrýna hið ríkjandi skipulag kennsl- unnar. Samt er gagnrýnin ekki höfuðalriði; liún á aðeins að skýra skoðun mína. Hún á að opna augu lesanclans fyrir nauðsyn nýrrar stefnu. Sú nauðsyn verður ljós, hvort sem litið er á liið viðurkennda kennslukerfi í heild eða á einstaka þætti þess. Nú sný ég mér að því að rekja höfuðdrætti þeirrar aðferðar, sem ég tel hagkvæmasta. Þó
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.