Menntamál - 01.12.1955, Blaðsíða 96
278
MENNTAMÁL
BJARNI VILHJÁLMSSON:
Úr skýrslu til fræðslumálastjóra
um landspróf miðskóla 1955.
Nemcndur frá Borgarnesi og StaÖarstað tóku prófið í Reykliolti,
en nemendur frá Hlíðardalsskóla í Hveragerði.
í sumum skólum utan Reykjavíkur tóku fleiri nemendur þátt í
prófinu en greinir á töflunni hór að framan. Taflan nær aðeins til
þeirra nemenda, er landsprófsnefndarmenn mátu úrlausnir frá, en
eins og lengi að undanförnu sendu nokkrir skólar ekki til endurmats
úrlausnir þeirra nemenda, er lægstar einknnir höfðu hlotið í próf-
inu, enda var það samhljóða álit þeirra, er um úrlausnir þessar höfðu
fjallað (þ. á m. stjórnskipaðir prófdómarar), að endurmat nefndar-
innar fengi engu breytt, sem máli skipti vegna réttinda nemend-
anna, um niðurstöður af prófum þessum. Láta mun nærri, að nem-
endur jieir, sem Jrannig var ástatt um, hafi verið 20 talsins að Jressu
sinni. Enginn Jreirra mun hafa náð 5.00 í meðaleiknum landsprófs-
greina að dómi skóla síns.
Endurmat landsprófsnefndar leiddi í ljós, að samræmi milli ein-
kunnagjafar skólanna annars vegar og nefndarinnar hins vegar var
víðast hvar viðunanlegt, en hvergi nærri alls staðar eins og bezt verð-
ur á kosið.
Einkunnaflokkunin á töflunni er miðuð við einkunnir þær, sem
nemendur hlutu að dómi skóla síns, en ekki tekið tillit til jreirra
l>reytinga, er urðu við endurmat nefndarinnar, að öðru leyti en
])ví sem að framan greinir.