Menntamál - 01.12.1955, Blaðsíða 101
MENNTAMÁL
283
Æskilegt væri, að skólarnir fengju sem mest af kvikmyndum úr
íslenzku þjóðlífi, þ. á m. af störfum ríkisstjórnar, ýmissa stéttarsam-
taka og opinberra stofnana.
Ekki má ætla íslandssögu minna rúm en nú tíðkast í barnaskólum,
en í unglingadeildum sé farið rækilega í síðasta skeið íslenzkrar sögn
og auk þess stóratburði veraldarsögu, sem liafa haft bein áhrif á
íslenzkt þjóðfélag.
Allar ályktanir námsskeiðsins voru undirbúnar og samþykktar af
þátttakendum og leiðbeinendum þeirra greina, sem ályktanirnar
ijalla um.
Niðurlagsorð.
Að lokum viljurn við, sem sáum um undirbúning og framkvæmd
þessa námsskeiðs, fullyrða, að árangur námsskeiðsins megi teljast mjög
góður, og eru einkum til þess tvær orsakir:
Annars vegar einlægur vilji leiðbeinendanna til að nýta hverja
stund til fulls og sem bezt eftir þörfum þátttakendanna, m. a. með
því að leysa sem rækilegast úr ótal fyrirspurnum, sem til þeirra var
beint.
Hins vegar áberandi áliugi og góð ástundun þessa kennarahóps,
sem námsskeiðið sótti, en margra ára starfsreynsla þeirra flestra auð-
veldaði þeim mjög skjóta og árangursríka tileinkun þess fróðleiks
og hagnýtra bendinga, sem leiðbeinendurnir veittu.
Að Jressu athuguðu viljum við eindregið hvetja til þess, að slík
námsskeið í ýmsunt kennslugreinum verði fastur iiður í árlegu
skólastarfi og þá jafnan undirbúin með nokkurra mánaða fyrirvara.
Reykjavík, 13. júlí 1955.
Djarni Vilhjálmsson. Helgi Þorláksson.