Menntamál


Menntamál - 01.12.1955, Side 61

Menntamál - 01.12.1955, Side 61
MENNTAMÁL 243 Kennarastéttin er íhaldssöm, svo sem hver önnur emb- ættisstétt. Námsskrár, settar að hennar ráði, verða því nokkuð fornlegar og fylgjast ekki með framþróun þekking- ar og atvinnuhátta, en þær gefa skólunum tryggan starfs- grundvöll, því að kennarar þekkja öðrum betur námsháttu og námsgetu barnanna, og það varðar mestu. Námsskrá frá 1929, sem enn gildir í flestum sveita- skólum og mörgum minni þorpa, þar sem skólaskipun gildandi fræðslulaga er ekki komin til framkvæmda, er svo rúm, að hún heftir engan framsækinn kennara í starfi sínu, og þó svo ýtarleg, að hún veitir hverjum miðlungs kennara næga leiðbeiningu um niðurröðun námsefnis. Ýtar- legust er hún í móðurmáli og reikningi, svo sem vera ber, en þar hafa prófin truflað rétta framkvæmd. Námsskrá frá 1948 mun enn gilda í öllum stærri barna- skólum landsins. Hún gerir líkar heildarkröfur til kennsl- unnar og eldri skráin, en er þó mun þrengri, enda væru þar nokkur ákvæði hæfum kennurum til ásteytingar, ef þeir tækju þau bókstaflega. Námsskrá á að vera bindandi. Kennarar eiga að hlýða henni bókstaflega. Þess vegna á hún að gera glögga grein fyrir lágmarks kennslukröfum í hverri grein, sem skól- unum ber að kenna. Auk þess á hún að gera góða grein fyrir aldursbundnum námskröfum í þeim greinum, — og þeim greinum einum, — sem miklu máli skipta við flutn- ing nemenda milli skóla, svo að flutningurinn valdi ekki meinlegri truflun á námsferlinum. En námsskráin má ekki hefta lifandi og frjósamt kennslustarf. Þess vegna má hún alls elcki fyrirskipa ákveðnar kennsluaðferðir né ein- slcorða námið við ákveðnar námsbækur eða kafla í náms- bókum. Þess vegna verður hún einnig að ætla hverjum kennara drjúgan tíma til frjálsrar meðferðar eigin hugð- arefna og áhugaefna nemendanna. Gott er að leiðbeiningar um niðurskipun námsefnis, á stundaskrá og missira, fylgi námsskrá, svo og ábendingar
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.