Menntamál


Menntamál - 01.12.1955, Page 18

Menntamál - 01.12.1955, Page 18
200 MENNTAMÁL áhrif á skipan hinna ýmsu flokka innan bekkjarins. Að sjálfsögðu er ekki hægt að taka allar óskir til greina, og verður að benda börnunum á það. Að öðrum kosti verða börnin vonsvikin, en athugunin getur orðið gagnslaus eða jafnvel til tjóns, sérstaklega við endurtekningu. Hverju sinni má segja til um fjölda þeirra, er kjósa skal. Að jafnaði eru þeir 3 til 5. Vera má, að einhver nem- andi hiki við að kjósa jafnmarga og tilskilið var, má þá örva hann lítilsháttar, en þó með allri varúð, t. d.: „Viltu ekki hugsa þig svolítið betur um,“ eða þ. h. Að sumu leyti er skynsamlegra að hafa fjölda þeirra, er kjósa skal, óbundinn. Það getur m. a. gerzt, að nemandanum finnist hann þurfa að kjósa einhvern, sem hann vill heldur vera laus við. Hitt getur einnig gerzt, að nemendur, sem marga félaga eiga, eigi erfitt með að gera mun á þeim. Það verð- ur að ákveða hverju sinni, hvort skynsamlegra þykir að binda f jöldann. Oft er ráðlegt að ákveða fyrirfram, hversu stórir vinnuflokkarnir eigi að vera. Einnig getur reikn- ingsleg meðferð á niðurstöðunum krafizt einhvers lág- marksfjölda atkvæða. Að sjálfsögðu má gera slíkt próf á ýmsum sviðum, og kennari getur haft gagn af að kynnast kjöri nemenda í ýmsum greinum. Hér eru nokkur dæmi: Með hverjum vilt þú helzt vinna í....... (námsgrein) ? Hjá hverjum vilt þú helzt sitja í bekknum? Hjá hverjum vilt þú helzt sitja í borðsalnum? Við hvern vilt þú helzt leika þér í frímínút- unum? Hver ætti að vera foringi bekkjarins? Hver er vin- sælastur í bekknum? Hver er hjálpfúsastur í bekknum? (3 síðustu spurningarnar eru ekki í fullu samræmi við þær reglur, er gilda um tengslapróf, en engu að síður geta slík- ar spuringar stuðlað að bættum skilningi á félagslífinu í bekknum.) Hugsun og markmið kennarans ræður að sjálfsögðu mestu um spurningarnar. Hver sem spuring- in er, verður hún að vera ljós og ótvíræð. Sömuleiðis
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.