Menntamál - 01.08.1962, Blaðsíða 63
MENNTAMÁL
153
sem ber yfirskriftina „Bein reynsla“. f þessum í'eit eru
tilfærðar þrjár kennsluaðferðir: námsferð, sérfræðings-
lieimsókn og sviðsetning. Hver þessara aðferða hefur sína
sérstæðu kosti. Allar gefa þær nemandanum tækifæri til
að kynnast viðfangsefninu eins náið og kostur er á. En
þær krefjast mikils undirbúnings, og þarf því fyrst og
fremst að beita þeim við þau viðfangsefni, sem hafa víð-
tæk áhrif á námið og leiða af sér áframhaldandi rann-
sóknir og vinnu.
Á vorin og haustin, þegar góðviðrisdagar koma eins
og náttúruundur milli hríðarbylja og slagviðra, er það
algengt, að nemendur gerist ókyrrir í sætum sínum og
veiti glugganum og sólskininu meiri athygli en kennara
og bókum. Stundum hefur einhver uppburð í sér til að
biðja um að fara í gönguferð, og sé kennarinn líka í sól-
skinsskapi, lætur hann til leiðast. Þessar gönguferðir eru
vafalaust heilsubót, bæði fyrir nemendur og kennara, en
í hugum flestra eru þær þó fyrst og fremst aðferð til að
losna úr skólanum. Ég hef sjálfur orðið var við þetta við-
horf, þegar ég hef farið með nemendahóp í námsferð í
fyrsta sinn. Hugmyndinni um að fara út, var ávallt fagn-
að, en þegar fólkinu verður ljóst, að ferðin hefur ákveð-
inn tilgang, sem krefst undirbúnings, áður en lagt er af
stað, athyglisbeitingar meðan á ferðinni stendur, og úr-
vinnslu, þegar komið er heim aftur, þá verður snöggvast
vart við óánægju. Þetta er eðlileg viðbrögð þeirra, sem
finnst, að verið sé að svíkja þá um eitthvað, sem búið sé
að lofa þeim. En þetta sýnir líka það viðhorf, sem því mið-
ur virðist ríkja hjá skólaæskunni í dag, að allt nám hljóti
að vera leiðinlegt. Upphaf þessa námsleiða má sjálfsagt
rekja til þess, að skólarnir hafa ekki staðizt samkeppnina
við lífið. Oft á tíðum getur skólafólk aflað sér fræðslu og
þekkingar utan skólanna eftir langtum skiljanlegri og
skemmtilegri leiðum en innan veggja þeirra. Ýmsir kost-
ir hafa komið til á síðari árum, svo sem auðveldari og