Menntamál - 01.08.1962, Blaðsíða 106
196
MENNTAMAL
Sá metnaðargjarni finnur fljótt, að hann fær ekki þá að-
dáun, sem hann hafði búizt við, frá félögunum. I stað þess
verður hann einmana og einagraður. En þar sem sú að-
staða er ekki þægileg, leitar hann sér fljótt að félögum til
þess að starfa með.
Mikilvægt atriði í þessu samhengi er svokallað „fúsk“.
Orðið fær ólíka merkingu, eftir því hvaða starfsaðferð við
notum. Hjá þeim, sem telur, að hver nemandi eigi að vinna
einn og útaf fyrir sig, verður samstarfið „fúsk“. Stundum
t. d. við próf, dæmum við á sama hátt. En í okkar venju-
lega starfi er það nefnt ,,fúsk“, þegar nemandi hefur
hjálpað félaga sínum á rangan hátt. Hann hefur verið að
flýta sér og gefið upp rétta lausn á verkefninu, í stað þess
að sýna félaganum, hvernig hann ætti að fara að því að
leysa það. Kennarinn veitir slíku fljótt athygli. Nilli biður
t. d. um hjálp við eitthvert dæmi, eða því er veitt athygli,
að hann stritar mjög við að reikna það, án þess að fá það
rétt. Hann hefur reiknað hliðstæð dæmi áður. Kennarinn
gætir að, hvernig honum hefur tekizt við þau. Þau eru rétt
reiknuð, en Nilli getur ekki útskýrt á fullnægjandi hátt,
hvernig hann fór að því að reikna þau. Svo afsakar hann
sig með því, að Eiríkur hafi reiknað dæmin, og hann að-
eins skrifað þau upp. Eitt er víst, að það getur ekki dreg-
izt lengur en til næsta reikningsprófs, að „fúskið“ komi að
fullu í ljós.
Kennarinn hefur enga ástæðu til að verða vondur. Það
er ekki hann, sem hefur verið gabbaður. Sá, sem hjálpaði,
hefur ekki aðeins gert það, sem leyfilegt var, heldur einn-
ig hrósvert. Gallinn var aðeins sá, að Eiríkur skildi ekki,
hvernig hann átti að hjálpa á réttan hátt. Og nú fær hann
leiðbeiningar um það.
Aðstoðin má ekki verða svo mikil, að vissir nemendur
fái hjálp í tíma og ótíma. Þegar kennarinn gengur á milli
hópanna, veitir hann því fljótt athygli, ef einhverjum er
hjálpað of mikið og segir þá gjarna eitthvað á þessa leið: