Menntamál - 01.08.1965, Blaðsíða 6
116
MENNTAMÁL
fyrsta lagi tekið aftur til starfa haustið 1805, og bentu á
fangahúsið í Reykjavík sem hentugt húsnæði.
Eini barnaskólinn á fslandi, skólinn á Hausastöðum í
Gullbringusýslu, var lagður niður 1812 eftir rúmlega tutt-
ugu ára starf.
Barnaskóli, sem til var stofnað í Reykjavík 1880, leggst
niður 1848, með því að lítilsháttar ljárstyrkur þess opin-
bera til hans er niður felldur.
Þegar barnaskóli er stofnaður á Eyrarbakka 1853, sendu
fjörutíu bændur í sveitinni mótmælaskjal og afsögðu að
styrkja skólann eða láta biirn sín í hann.
Langt fram á 10. öldina var sá hugsunarháttur ennþá
ríkjandi á íslandi, að skólar borguðu sig ekki.
Heimiliskennsla og kunnátta.
Ein ástæðan til þess, að skólar voru álitnir óþarfir, var
sú skoðun, að hin svonefnda alþýðumenntun stæði um flest
skólamenntuninni framar. í þeim samanburði hafa allt til
þessa verið tekin dæmi af „sjálfmenntuðum" einstakling-
um, sem vel höfðu komi/t áfram, og þeim jafnað til þess,
er verst hafði tekizt í skólunum.
Útkoman verður önnur, el' reynt er að gera sér grein
fyrir menntunarstigi þjóðarinnar fyrir og eftir tilkomu
skólanna.
Merkasta könnunin, sem gerð var í þeim efnum fyrr á
tímum, er rannsókn Harboes og Jóns skólameistara Þor-
kelssonar (1741—1745). Hún leiddi í ljós, að ekki var að-
eins fjöldi barna ólæs, heldur var ólæsi almennt meðal full
orðins fólks, svo að tala ólæsra komst allt upp í 50—70%
í sumum söfnuðum. Þá var t. d. lestrarkunnáttu þann veg
háttað í Gaulverjabæjar- og Stokkseyrarsöl'nuði, sem fjöl-
mennastur var á landinu, að af 070 manns voru aðeins 240
la^sir. í Vík á Seltjarnarnesi, Nesi og Laugarnesi voru 484
sálir, 333 ólæsir en 151 læsir.