Menntamál - 01.08.1965, Blaðsíða 36
MENNTAMÁL
146
um Norðurlandaþjóðirnar með sína skyldu menningu og
lífsviðhorf.
Af dagskrá niótsins mætti ráða, að áhuginn beindist fyrst
og fremst að innra starfi skólans og þar væri mest áherzla
lögð á gildi einstaklingsins. Ráðherrann sagði, að skólakerfi
Finna væri um þessar mundir í deiglunni og þess vegna
myndu þeir fylgjast al' sérstökum áhuga með öllu, sem Iram
færi á mótinu.
Markmið okkar Norðurlandabúa á ekki aðeins að vera
það að gera lönd okkar aiiðug á veraldlega vísu. Við eigum
einnig að leitast við að byggja upjr háþró-
uð menningarríki, sem orðið geta Jrróun
heimsmenningarinnar til framdráttar,
sagði Jussi Saukkonen að lokum.
Helge Sivertsen, menntamálaráðherra
Noregs, kvað Norðmönnum það mikið
ánægjuefni, að norræna skólamótið væri
að jDessn sinni haldið á Islandi, en |>að
sýndi, að íslendingar vildu halda sam-
vinnu við og hafa samstöðu með öðrum
Norðurlöndum á þessu mikilvæga sviði. Fjarlægðirnar væru
ekki lengur neinn farartálmi og því væri auðveldara að efla
og treysta tengslin við ísland en áður.
íslendingar hafa lagt rnikla rækt við
menningararf sinn og miðlað öðrum þjóð-
um af honum, og við erum |>eim þakklátir
lyrir, sagði ráðherrann að lokum.
Sven Moberg, ráðuneytisstjóri flutti
samkomunni kveðjur og árnaðaróskir
sænska menntamálaráðherrans, Ragnars
Edenmans. Hann kvað miklar breytingar
hal'a átt sér stað í Svíþjóð á síðustu árum.
Níu ára skyldunámsskólinn væri kominn í
framkvæmd, ný skipan menntaskóla ákveðin og um þessar
mundir væri kennaramenntunin í deiglunni.
H. Sivertsen