Menntamál - 01.08.1965, Blaðsíða 69
MENNTAMÁL
17!)
þótti að fá sæmilega úr því skorið, hversu gagnfræðingar
kynnu með þennan umdeilda staf að fara. Af því mætti
síðar draga ályktun um, hvort þetta stafsetningaratriði væri
hæfilegt og viðráðanlegt námsefni l'yrir þá, sem Ijúka al-
mennu gagnfræðaprófi. Sem gagnfræðapróf var verkefnið
því aðsjálfsögðu of þungt, enda má ekki líta á það sem neina
bendingu í þá átt.
Ciera má ráð fyrir, að stafsetningarprófið hafi nokkurt
samanburðargildi, þar sem skólarnir munu yfirleitt nota
sömu kennslubók. Kn um samanburð á frammisttiðu nem-
enda í einstökum skólum er raunar fátt að segja. Svo var
hún áþekk. Að sjálfsögðu kom víða í ljós allmikill munur
á deildum, einkum þannig, að verknámsdeildir voru lægri
en bóknámsdeildir. Þá rná geta þess, að héraðsskólarnir
stóðu sig fyllilega á borð við kaupstaðaskólana.
Til að fá nokkra hugmynd um frannnistöðu taldi ég vill-
ur 4G3 nemenda í 13 skólum. Komu þá 22 villur til jalnað-
ar á nemanda. Virtist mér óþarft að taka fleiri nemendur til
athugunar að þessu leyti sökum þess, að frammistaðan var
hvarvetna mjögsvipuð. Gefa þessar tölur lullljóst til kynna,
að þessir nemendur ráða illa við hin erfiðari atriði stalsetn-
ingar. Slakri kennslu virðist ekki um að kenna. Ef svo væri
í einstökum tilvikum, hlyti að koma í ljós meiri munur á
bekkjardeildum og skólum. Virðist einsætt, að nemendum í
hinu almenna gagnfræðanámi sé ofætlun að nema íslenzka
stafsetningu til hlítar, en geti hins vegar lært mjög margt
af því, sem minni þekkingar og skilnings krel'st. Mörg hinna
erfiðari atriða hafa ekki mikla tíðni í venjulegu máli, og má
því ætla, að öllum þorra þessara nemenda sé kleil't að læra
að rita það á viðunandi hátt, ef kennslan beinist fyrst og
fremst að algengustu atriðunum.
Af einstiikum stafsetningaratriðum atluigaði ég fyrst og
fremst meðferð z. 11 já áðurnefndum hópi taldi ég alls 2797
villur viðkontandi þessu atriði, og voru það nálega 27% af
heildarvillufjölda þessara nemenda. í verkefninu kom z