Menntamál - 01.08.1965, Blaðsíða 116
226
MENNTAMÁL
liéraði, og þeir kennarar, sem áluiga hafa fyrir, flytja er-
indi um þessi mál. Þeir sem fram úr skara, eru oft ráðnir til
starfa í akademíunni, og einstaka kennarar liafa verið kosn-
ir meðlimir hennar.
Kennaramenntun í háskólum er við það miðuð, að sér-
liver sá, sem lýkur háskólanámi, geti tekið að sér kennslu
í sinni grein, hvar senr er í skólakerfinu. í (jllum háskóla-
deildum er því veitt kennsla í uppeldisfræðum, en þó tekur
hún aðeins 1/10 af heildarnámstíma.
Kennaraháskólar verja aftur á móti I /4 af námstímanum
til uppeldisfræða, og nú á síðustu árum helur menntun
kennara verið enn meir við það miðuð, að þeir geti kennt
í verknámsskólum þeim, sem fræðslulögin 1058 komu á.
7. Æðri menntun.
Fræðslulögin frá 1058 gera ráð lyrir því, að rétt til inn-
göngu í æðri skóla liafi þeir, sem lokið hafa miðskólaprófi,
en Jreir ganga fyrir, sem hala tekið upp vinnu að loknu
prófi og leggja með sér meðmæli forstjóra fyrirtækis, sam-
yrkjubústjóra, eða frá verkalýðsfélagi, ungkommúnistafé-
lagi eða flokksdeild. Inntökupróf eru ströng, því að aðsókn
er rnargfalt meiri, en hægt er að taka við. Vinnuskyldan
mæltist misjafnlega fyrir, en ætlunin er sú, að sérhver
menntaður maður kynnist af eigin raun atvinnulífi lands-
ins. Aðeins um fimmtungur háskólastúdenta ganga beint
inn í háskóla úr miðskóla. Reynt er að haga störfum æðri
menntastofnana þannig, að sem flestir geti stundað þar
nám ásamt vinnu. Þeir, sem stunda nám í frístundum,
sækja þá tíma á kvöldin einhvern hluta ársins, eða halda
uppi bréflegum tengslum við skólann. Þessir nemendur
fá þá ýmsar ívilnanir á vinnustað (Irí til að taka próf o.
s. frv.).
Æðri menntastofnunum er einnig lögð sú skylda á herð-
ar að annast vísindarannsóknir í þágu atvinnuvega, vis-
inda og menningar.