Menntamál - 01.08.1965, Blaðsíða 106
216
MENNTAMAL
vart námsefni hins almenna skóla. Á þriðja áratug aldar-
innar var algengt, að bekkjarkennsla væri afnumin, og
námsefninu heldur ekki skipt niður í námsgreinar, heldur
átti hinn almenni skóli að kynna nemendum náttúruna,
vinnu manna og starf. Árið 1932 var þessu breytt. Bekkj
arkennsla var tekin upp aftur og námið byggt á ýtarlegum
námsskrám, og kennslan byggðist á myndugleik kennar-
ans, svo sem verið hafði á keisaratímanum. Aukið var við
námsefni á sviði sögu, hókmennta og tungumála, og árið
1946 var bætt við námsefni tniðskóla rökfræði og sálar-
Iræði. 1952 hófst andóf gegn þessari stefnu, og smám sam-
an var dregið úr námsefni, scm álitið var, að hver læs mað-
ur gæti kynnt sér af sjálfsdáðum, og miðað að því, að auka
við verknám og náttúrufræði í hinttm almenna skóla.
Fræðslulögin frá 1958 staðfestu síðan það mið skólanna,
að búa nemendur undir störf á hinum fjölbreytilegu svið-
urn atvinnulífs og menningar.
Náttúruvísindi og verknám ásamt með móðurmáli og
bókmenntum skipa nú höfuðsess á námsskrám liins al-
menna skóla.
3. Námsskrá skyldunámsins.
Skólalögin frá 1958 bættu einu ári við skyldunámið, svo
að það varð 8 ár í stað 7. Ellefu ára náms er því krafizt til
undirbúnings æðra námi í stað 10 ára áður. I skólunt
rússneska lýðveldisins er nú varið 15,3% heildarnámstím-
ans til verknáms og handavinnu, teikning og söngur 6,2%,
hugvísindi 39,5%, náttúruvísindi og stærðfræði 32,5% og
íþróttir 6,5%. Fyrsta grein skólalaganna nefnir sem höf-
uðverkefni hins almenna sk(>la að búa nemendur sína und-
ir lífið, nndir þjóðfélagslegá gagnlega vinnu, veita þeim
bæði almenna menntun og verkmenntun, — eða m. ö. o.
skólinn á að gera úr nemendum sínum menntað og sið-
inenntað fólk.
Höfuðverkefni barnaskólans er ekki aðeins að kenna