Menntamál - 01.08.1965, Qupperneq 11
MENNTAMÁL
121
var Torfi Bjarnason, sem eftir heimkomuna stofnaði fyrsta
íslenzka búnaðarskólann, í Ólafsdal (um 1880). Bændur
gátu ekki komizt hjá að viðurkenna, að sumar þeirra nýj-
unga, sem Torfi hafði heim með sér, væru til bóta. Skozku
ljáirnir, sem hann kenndi mönnum að nota, voru að lík-
indum sú mesta verkbót, er orðið hafði í landbúnaði, allt
Irá landnámstíð og lram á daga vélvæðingarinnar.
Frá stofnun búnaðarskólans í Ólafsdal segir m. a. þannig
í samtímafrétt: „Kennslutími hins nýja búnaðarskóla er
tvi) ár — — — Af verklegum námsgreinum skal kenna að
nota plóg, hestareku og önnur sléttunarverkfæri, vatns-
veitingar, mýraþurrkun, matjurtarækt, fóðurjurtarækt,
notkun alls kyns áburðar, að gera grjótgirðingar, sprengja
grjót, vinna að heyvinnu og stjórna henni, smíðar, einkum
aðgerð á verkfærum, landmælingar ofl. í bóklegum náms-
greinum fá piltar tilsögn á vetrmn og eru hinar helztu
þessar: reikningur, efnafræði, jarðræktarfræði, grasafræði,
áburðarfræði, um vatnsveitingar, uin hagfræði í búnaði,
undirstöðuatriði í uppdráttarlist ofl.“
Með stofnun búnaðarskólans í Ólafsdal var verkleg og
fræðileg þekking í landbúnaði, eins og hún þá gerðist með
öðrum þjóðum, flutt inn í landið. Ilagnýti slíkrar kunn-
áttu gat ekki dulizt bændum til lengdar og innan fárra ára
höfðu risið upp þrír bændaskólar: ;i Hólum, F.iðum og
Hvanneyri.
Bættur efnahagur þjóðarinnar, sem leiddi af eflingu
útgerðarinnar og umbótum í landbúnaði, varð til þess að
rjúfa kyrrstöðuna og koma af stað nýjum þjóðlífshræring-
um. Verzlunin flyzt smám saman til innlendra aðilja, sam-
vinnuhreyfingin nær fótfestu. Félagsstarfsemi ler vaxandi
og til landsins berast erlendar félagshreyfingar svo sem stór-
stúkan og síðar ungmennafélögin.
Samskipti manna innan lands aukast, og sjóndeildar-
hringurinn víkkar hjá ungu kynslóðinni. Samgöngur
verða greiðari á sjó og landi. Og loks, árið 11)06, kemur