Menntamál - 01.08.1965, Blaðsíða 18
128
MENNTAMÁL
Ieg vandamál. F.itt liið erfiðasta er, live börnin eiga þess lít-
inn kost að vera virkir og ábyrgir þátttakendur í samfélagi
og stiirfum hinna fullorðnu. Þeim gefst ekki tækifæri til að
leggja fram sinn skerf í lífsbaráttu fjiilskyldunnar, heldur
standa þau jrar utan garðs og eru aðeins viðtakendur,
þiggjendur. Að þessu leyti eru aðstæður ólíkar og miklu
hagstæðari í sveitum. Skortur á tækifærum barna og ung-
linga í þéttbýli til að alast upp til ábyrgðar, leiðir stundum
til andfélagslegrar hegðunar, svo sem skemmdarverka, virð-
ingarleysis fyrir lögum og rétti, óreglu eða hvimleiðra múg-
lireyfinga, sem sprottnar eru upp af þörfinni á að láta
til sín taka og vekja athygli.
Tvö félagsleg einkenni nútímans má enn nefna, sem
áberandi eru orðin: Áróðurinn, sem beinist að einstakling-
unum og álag eða spenna (stress) samfélagsháttanna á þá.
Takmark alls áróðurs er að Ieysa dómgreind einstaklings-
ins af hólmi, velja fyrir hann, og fá hann til að hlíta valinu.
Áróður kallar á uppeldislegar varnir, sem geri fólk fært urn
að mæta honum, og er skólunum í því efni mikill vandi
á höndum.
Álag (stress) iðnaðarþjóðfélagsins á einstaklinginn virð-
ist sífellt aukast. Það lýsir sér í harðnandi samkeppni, ör-
yggisleysi og vaxandi ásókn eftir svonefndum efnalegum
lífsgæðum. „Lífsgæðin" eru meira og minna háð breyti-
legri tízku, sem stjórnast af viðskiptasjónarmiðum og aug-
lýst eru og unnið fylgi út Irá þeim. Al' því leiðir, að hvert
takmark verður úrelt, um leið og því er náð, og aldrei
tekst að höndla neitt, sem er varanlegt. F.instaklingurinn
á valdi „stressins" er í eins konar þrældómi. Hann hefur
stöðugt minni og minni tíma, jafnframt Jrví sem líkur eru
á, að hann njóti fterri og færri hamingjustunda.
Þessum sjúkdómseinkennum hins iðnvædda velferðarrík-
is verður að mæta með sérstökum aðgerðum í skóla- og
uppeldismálum. Tómstundir þurfa að veita hvíld frá erli
og áhyggjum í stað Jress að vera tómarúm, sem fylla þarf