Menntamál - 01.08.1965, Blaðsíða 82
MENNTAMÁL
192
veldi er lietri menntun alls almennings ásamt fullvissu um,
að úrvalið til æðstu menntunar sé í eðlilegum hlutf(>llum lrá
öllum Jrjóðfélagsstéttum.
Lorensen ræddi því næst um nauðsyn jafnvægis milli
hinna tveggja krafna um menntun, annars vegar kn'ifunnar
um þrönga, sérhæfða menntun og liins vegar kröfunnar um
góða alhliða menntun.
Ræðumaður benti á ýmsar ástæður, sem skýrt gætu að
nokkru mismuninn á stúdentafjölda í Danmörku og grann-
löndunum: íbúar sveitanna fá framhaldsmenntun í folke-
hiijskoler, efterskoler og landbrugsskoler, og burtfararpróf
frá handelsgymnasier eru ekki talin með í stúdentasamtiil-
unni. Þýðingarmikla orsök stúdentafæðarinnar taldi ræðu-
maður og þá tilhneigingu danska menntaskólans að ein-
angra sig Irá barna- og gagnfræðaskólanum.
Þeirri spurningu, hvort Danir byggju yfir slíkum gáfna-
forða, að Jreir gætu tvöfaldað stúdentafjiildann án þess að
skerða prófkröfurnar, svaraði Lorensen afdráttarlaust ját-
andi. Hins vegar færði hann rök að |>ví, að aukningin yrði
að koma frá þjóðfélagsstéttum, sem hingað til hafa hlutfalls-
lega mjög lítið lagt lil af stúdentum, J>. e. a. s. aðallega bænd-
mn, iðnaðarmönnum og iðnverkanúinnum, og sýndi fram
á, að efniviðurinn væri ]>ar fyrir hendi, en lil hans næðist
ekki sakir Iélegra fjárhagsástæðna heimilanna, óheppilegs
skólakerfis og óhagstæðs almenningsálits. í þessu sambandi
kvaðst ræðumaður vilja undirstrika ]>á skoðun, sem komið
hefði Iram í nýrri rannsóknum, að aðskilja bari greind og
arfgengi. Komið hafi í Ijós, að greindarvísitalan væri nú
óstöðugri hjá einstaklingnum lrá ári til árs en áður fvrr.
Það virtist líka svo, sem ekki aðeins þekkingarstigið, heldur
einnig greindarfarið mætti bæta með réttri meðferð.
F.rfiðleikana á að fjölga stúdentum kvað Lorensen liggja
í tregðu heimilanna og barnaskólanna til að ýta undir hæfa
nemendur til framhaldsnáms. Hann taldi nauðsynlegt að
veita fátækum nemendum fjárhagsaðstoð, og þá ekki síður