Menntamál - 01.08.1965, Blaðsíða 118
228
MENNTAMÁL
ylir öll lýðveldi bandalagsins. Háskólar og allar æðri
menntastofnanir lúta þessn ráðnneyti, hvar sem þær eru
staðsettar á landsvæði ríkisins.
9. Nokkur önnur einkenni jrœðslukerfisins.
Ekki verður skilizt svo við þetta mál, að ekki sé gerð —
þótt í stuttu máli sé — grein í'yrir nokkrum öðrum einkenn-
um sk()lafyrirkomulags í Sovétríkjunum.
Fyrir byltinguna 1017 átti almeniiingur ógreiðan að-
gang að allri menntun. Barnaskólar á vegum ríkisins voru
fáir, og aðallega ætlaðir bcirnum beldra fólks. Alþýðuskól-
ar svokallaðir ruddu sér til rúms, einkum um og eftir alda-
rnótin, en einna belzt á vegum hreppsnefnda eða sveitarfé-
laga — og þá þeirra helzt, sem betur voru stæð, — eða þá á
vegum sóknarnefnda og kirkju. Þessir skólar kenndu börn-
um 3—4 ár. Helztu námsgreinarnar voru kver, lestur, skrift
og reikningur. Menntaskólar tóku við drengjum um 10 ára
aldur og við 18 ára aldur té>k við háskóli. Sérstakur gagn-
fræðaskóli bjó nemendur undir tækni-, landbúnaðar- og
verkfræðiháskóla, en sérskólar voru fyrir aðalsbornar meyj-
ar, og ekki ætlazt til þess af þeim, að þær nytu æðri mennt-
unar. Alls er talið, að rúmlega y4 hlutar þegnanna í keis-
aradæminu liafi verið allsendis ólæsir og óskrifandi (70%
karlmanna og 90% kvenna). Þess má geta, að Georg Bran-
des segir frá því í ferðasögu sinni frá Rússlandi 1882, að
bókalesendur séu ekki fleiri þar í landi en í Danmörku. 1
Asíuhluta ríkisins mátti heita, að ólæsi væri 100%. Nú er
talið, að um 2 millj. manna í öllum Sovétríkjunum séu
ólæsir (1% þjóðarinnar). Heildarföldi nemenda í öllum
skólum keisaradæmisins (innan núverandi landamæra) var
talinn vera 9,8 mill jónir árið 1914, en niina um 35 mill jón-
ir. Á sama títna hefur fólki á skólaaldri fjölgað um 25%-
Bolsivikkastjórnin setti sér það mið, þegar við valdatök-
una, að útrýma ólæsinu og koma á skólakerfi, sem veitti
mönnum jafna menntunarmöguleika frá barnaskóla og