Menntamál - 01.08.1965, Blaðsíða 113
MENNTAMÁL
223
Verknám og hagnýt vísindi skipa öndvegi í námsskrám mið-
skóla.
5. Iðnnám.
Iðnnám getur tekið frá einu ári og upp í iimm át og fer
fram í: 1) iðnskólum, 2) sérskólum á miðskólastigi (tekník-
um), 3) tækniskólum.
Hinir almennu miðskólar stefna og að því, að útskrifa
ekki aðeins „stúdenta" eins og þeir myndu kallaðir hér á
landi, heldur hafa nemendur hins almenna miðskóla rétt
bæði til áframhaldandi náms og sérhæfðra starla.
En iðnskólar þeir, sem fyrstir voru nefndir hér að ofan,
ertt yfirleitt ýmis stutt námskeið, sem taka við að loknu
skyldunámi. Þeir, sem haf'a því hvorki iðnnám að haki né
miðskóla, fara því oft á slík námskeið, olt aðeins eitt til
tvö ár, og fá þannig aukin réttindi á vinnustað; og oft er
þetta nám í tengslum við þá vinnu, sem þeir hafa fengið
að loknu skyldunámi. En samkvæmt fræðslulögunum frá
1958 skulu þessir skólar í borgum vera dagskólar eða kvölcl-
skólar með eins til þriggja ára námstíma, en í sveitum
iðnskólar með eins til tveggja ára námstima (14. grein).
Þeir eiga þá að koma í staðinn fyrir ýmiss konar handiðna-
og iðnskóla, sem stóðu í tengslum við ýmsar atvinnugrein-
ar.
Höfuðmismunurinn á þessum iðnskólum og hintim al-
menna miðskóla er sá, að iðnskólarnir veita menntun og
þekkingu í einni iðngrein aðallega, en miðskólinn legg-
ur höfuðáherzlti á almenna Iræðilega þekkingu. Þeir, sem
lokið hafa iðnskóla, og vilja halda áfram námi í æðri skóla,
verða því að ljúka prófi frá almennum miðskóla, áður en
þeir geta haldið áfram námi.
Sérskólar á miðskólastigi hafa í Sovétríkjunum tvenns
konar hlutverk: Þeir veita miðskólamenntun (svipaða
þeirri, sem hinni almenni miðskóli veitir) jafnframt sér-
menntun í einhverri sérgrein. í þessum flokki eru skólar.