Menntamál - 01.08.1965, Blaðsíða 51
MENNTAMÁL
lfil
henni í hóf með tilliti til aldurs og þroska barnanna. Svo
er um allar kröfur skólans. Nemandinn á að vita, að til þess
sé ætla/.t, að hann geri eins vel og hann getur, er hann
segir frá einhverju, sem hann hefur numið, og skiptir í
því sambandi engu máli, um hverja námsgrein fjallað er.
Ef nemandi getur ekki fundið hugsun sinni hæfileg orð,
eiga aðrir í bekknum að fá tækifæri að hjálpa til og leggja
sinn skerf til lausnar viðfangsefninu. Nemendur eiga að fá
hrós fyrir að komast vel að orði, en ef þeir koma þekkingu
sinni á framfæri á ófullkomnu, haltrandi máli, ættu kenn-
arar að spara hrósið. Nám og uppeldi mótar persónuleik-
ann, en málfarið er snar þáttur hans. „Talaðu, svo að ég
geti séð þig,“ er haft eftir fornum spekingi.
Lestnr.
Núgildandi námsskrá mælir svo fyrir, að til lestrar-
kennslu í barnaskólum og bókmenntalestrar megi aldrei
verja minna en helmingi þess tíma, sem móðurmálskennsl-
nnni er ætlaður.
Eftir að börn hafa náð 10 ára aldri, eru þeim ætlaðar 7
vikustundir í íslenzku, svo að hér hafa kennarar ?>\/2 stund
til umráða. Hjá tornæmari börnum fer mestur hluti þess
tíma í að æfa lestrarleiknina, og í sumum tilvikum reyn-
ist hann varla nægur til þess. Hins vegar munu þau börn
fleiri, sem orðin eru hraðlæs 11 ára gömul. Hvernig á að
verja lestrartímum þeirra?
Lestrarnámið hefur a. m. k. tvíþættan tilgang. í fyrsta
lagi þarf barnið að öðlast nægilega lestrarfærni, verða læst,
eins og venjulega er sagt. í annan stað á það að iðka lestur
til að glæða skilning sinn á lesefni, svo að því komi lest-
urinn að' tilætluðum notum. Jalnframt Jressu er markmið
lestrarkennslunnar að glæða lestrarlöngun barnsins og
opna Jrví sýn inn í heim bókmenntanna. Þetta verður að
sjálfsögðu aðalmarkmið námsins, eftir að lyrra markinu
er náð. Að Jiessu er stefnt með iðkun raddlestrar og hljóð-
11