Menntamál - 01.08.1965, Blaðsíða 128
238
MENNTAMÁL
Snemma bar á gáfum Vigdísar og námfýsi, og eftir að
námi lauk í barnaskóla, var hún vetrarlangt við nám í Stað-
arfellsskóla, síðar einn vetur í Reykholtsskóla, og næsta vet-
ur settist hún í annan bekk Kennaraskólans og lauk kenn-
araprófi vorið 1936.
Sautján ára gamalli, eftir aðeins eins vetrar framhalds
nám, voru Vigdísi falin kennslnstörfin í heimasveit sinni.
Lýsir það vel áliti því, er hún naut þar þá þegar, svo og
áræði hennar og dug. Enda kom brátt í ljós, svo að ekki
varð um vill/.t, að Vigdís hafði til að bera einstaka kennara-
hæfileika.
Að loknu kennaraprófi stnndaði Vigdís einkakennslu í
mörg ár, en gerðist kennari í Laugarnesskóla fyrir tíu ár-
um. Síðar fluttist hún svo í Laugakekjarskóla og kenndi .'
gagnfræðadeildinni þar síðustu árin.
Það ér sannmæli þeirra, er þekktu Vigdísi, að hún væri
frábær kennari og ætti fáa sína líka. Fóru þar saman ágætir
hæfileikar og einstakur áhugi og dugnaður. Er kennarastétt-
inni það mikill skaði að missa slíka starfsmenn á bezta aldri.
Vigdís var gilt Þórarni Hallgrímssyni kennara, og var
heimili þeirra lengst af í Reykjavík, rómað l’yrir gestrisni
og myndarskap. Kjördóttir þeirra hjóna er Sigríður Hrafn-
hildur, en Sigríður Guðrún Elíasdóttir er fósturdóttir
þeirra.
Þungbær harmur er kveðinn að fjölskyldu Vigdísar við
fráfall hennar, og margir eru þeir, sem sakna vinar í stað.
En Vigdís var slík að allri gerð, að minning hennar mun lifa
lengi.
Gunnar Guðmundsson.