Menntamál - 01.08.1965, Blaðsíða 71
MENNTAMÁL
181
skrifað í slað z af hreinni vangá, og liætt er við, að nemend-
urnir gæti hennar lítt, er tímar líða.
hegar á allt þetta er litið, virðast mér z-reglur óæskilegt
námsefni fyrir nemendur á þessu stigi og því hæpið að verja
miklum tíma til að kenna þær og æla.
Á stöku stað má sjá mun á stafsetningu eftir landshlut-
um. Sumir nemendur í skólum norðanlands, sem skiluðu
sæmilegum úrlausnum, skrifuðu Kverkfjöll með h, enn-
lremur sögnina að kveða. Þessa varð ég hins vegar ekki var
í skólunum syðra. Altur á móti kom orðmyndin hrakizt þar
stöku sinnuin fyrir með g: heyin höfðu hragist. Gætir hér
áhrifa framburðarins, og má gera ráð fyrir þeim í vaxandi
mæli framvegis, nema framburðarkennsla verði tekin fast-
ari tökum og lestur aukist. Æskilegur framburður er und-
irstaða æskilegrar stafsetningar.
Þó að einkunnir á þessu stafsetningarprófi séu lágar sam-
kvæmt einkunnastiga miðskólaprófs, virðist mér prófið sýna,
að sæmileg rækt sé lögð við stafsetningarkennsluna. Nem-
endurna skortir aðallega öryggi, þegar kemur til erfiðra at-
riða og vandasamra orða. Ég tel óhugsandi að verja meiri
tíma til stafsetningarkennslu en nú er gert. Reynslan sýnir,
að árangur verður oft lítill, þótt reynt sé að einangra staf-
setningaratriðin og kenna þau til hlítar. Fremur virðist þörf
á að tengja stafsetningarnámið öðrunr þáttum íslenzkunáms-
ins. Gæti ég trúað, að í efri bekkjum gagnlræðaskóla ætti
einkum að leitast við að treysta þá jrekkingu, sem þá þegar
cr fengin, en knýja nemendur ekki út í nýjar torfærur.
Þá skal vikið að liinu prófinu. Var það þannig sett sam-
an, að 2 spurningar vörðuðu beygingarfræði og greiningu,
I setningafræði, 1 hljóðfræði og orðmyndun, 1 leiðréttingu
máls, I bragfræði og bókmenntaleg hugtök og 4 bókmennt-
ir og sögu þeirra.
Einkunnir á þessu próli urðu yfirleitt lágar, og er það
fullkomlega eðlilegt, þegar þess er gætt, að það kom nem-
vndum víða í opna skjöldu að meira eða minna leyti, af því