Menntamál - 01.08.1965, Blaðsíða 94
204
MENNTAMAL
nemendur sína njóta góðs af þeim kennslufræðilegu land-
vinningum, sem svo mikið væri rætt um í dag.
Þegar við tölum um að lá bezta fólkið til kennslustarfa,
sagði Johansen, skyldi maður varast að leggja einhliða
áherzlu á andlega hæl ileika, greind (jg bóknámsgálur. Hinar
praktisku gáfur þarl’ einnig að taka með í reikninginn. Aðal-
vandinn er að brúa bilið þarna á milli, og það er spurning
um undirbúning, áður en komið er að hinni eiginlegu
starfsmenntun. Það er íhugunarefni, að hinum greinda
manni hættir til að eyða ælinni uppi í pontunni, — og við
erum alltaf að tala um nauðsyn þess að nálgast nemendurna.
Við Danir trúum því ekki, að hægt sé að gera einhvern
uppeldisfræðilega hæfan og skólaðan á skyndinámskeiði.
Við vil jum að hið pedagogiska og liið' laglega sé ein heild.
Við teljum líka, að mikil almenn menntun liggi í kennara-
náminu og þá menntun sé ekki hægt að gefa á stuttum tíma.
Við erum því neyddir til að skera niður kröfurnar um and-
lega hæfileika í merkingunni bóknámshæfileikar. Við Dan-
ir híifum lialt breiðan aðgang að kennaranáminu, en þetta
hefur breytzt. Við liölum lengið aukinn I jölda stúdenta,
stúdentar eru nú í meirihluta í dönskum kennaraskólum.
En samtímis kemur upp nýr vandi: tvöfalt fleiri konur leita
til kennslustarfa en karlar. Við óskum jafnvægis í þessum
efnum.
Danska kennaramenntunin er helhedsuddannelse á sama
hátt og folkeskolen er ein heild, og hjá okkur gelur fram-
haldsmenntun engin aukin réttindi. Það er ekki menntun-
armisinunur, heldur reynslan í skólanum og framhalds
menntun, sem menn afla sér cftir á, sem ákveður, hvar menn
kenna á skólastiginu. Ef menn llétta aukin réttindi við
framhaldsmenntunina, þá liggur þar í hætta. Hún verður
þá mjijg eftirsóknarverð, og þá tnunu beztu kennararnir
hverfa til starfa á hærri skólastigum. Hætta verður á, að viss
skólastig verði einungis viðkomustaður. Norskir reyna að
leysa þennan vanda með sömu launum á ölltun skólastigum,