Menntamál - 01.08.1965, Blaðsíða 17
MENNTAMÁL
127
vissa tegund öryggis. Þar þarf enginn að standa frammi
fyrir nýjum, áður óþekktum úrlausnarefnum, án þess að
hafa stuðning af reynslu eldri kynslóða við að leysa þan.
Sá er munur hins gamla tíma og nýja.
Breyttir atvinnuhættir leiddu af sér mikla röskun lnisetu
í landinu. í stað þess að áður hafði næstum öll þjóðin
byggt sveitir og stundað landlninað, Ivófst aðstreymi fólks
þaðan til höfuðborgarinnar og annars þéttbýlis.
Nú (skv. manntali í des. 1964) er svo komið, að 40,6%
þjóðarinnar býr í Reykjavík, 27,1% í öðrum kaupstöðum
en aðeins 32,3 í sveitum og kauptúnum.
Við mótun nýrrar borgarmenningar á þjóðin við enga
innlenda reynzlu að styðjast. Félagslegar aðstæður í sveit-
um eru raunar einnig gerbreyttar vegna fólksfæðar og nýrra
atvinnuhátta. Öll þjóðin stendur að vissu leyti andspænis
þeim vanda að verða að rnóta sér nýja samfélagshætti, án
teljandi stuðnings af gömlmn venjum.
F.in aldrifaríkasta breytingin í þessum efnum er, hversu
bilið.milli kynslóðanna ler ört breikkandi. Það er ekki að-
eins, að samband afans og ömmunnar við barnabiirnin hali
að miklu leyti rofnað, heldur hefur einnig losnað verulega
um tengslin milli barna og foreldra a. m. k. í þéttbýli. Nú
er það að verða algengt og fer vaxandi, að foreldrar vinni
bæði utan heimilis langan vinnudag störf, sem börnin vita
lítil skil á og vekja engan álutga hjá þeim. Biirnin leita svo
aftur hugðarefna, sem foreldrarnir vita stundum minna
um en skyldi. Fólk virðist í vaxandi ma li hafa þörf fyrir að
nota tómstundir sínar frá vinnu til að leita sér upplyfting-
ar og skemmtana utan heimilis. Þegar svo er komið, stefnir
að því, að heimilið verði lítið annað en gististaður fólks
af tveimur ólíkum kynslóðum, sem hvor um sig heldur sína
leið. Á þessu er reginmunur, frá því sem var, þegar <”)11
fjölskyldan sameinaðist heilshugar að einu verki við dag-
leg störf.
Borgarsamfélagið leiðir óhjákva-milega af sér uppeldis-