Menntamál - 01.08.1965, Blaðsíða 35
MENNTAMÁL
145
c4ni, lýðræðisuppeldið, fastari töknm en nú er gert. Hér
væri ekki um að ræða miðlun meiri þjciðfélagslegs fróðleiks
eða stofnun nemendaráða, heldur hið daglega andrúmsloft
skólans. Annað hvort þroskaðist nemandinn til félagslegrar
ábyrgðar eða vcndist á blinda hlýðni við há eða lág yfirvöld.
Hvorki skólinn né hinn einstaki kennari gæti verið hlutlaus
í þessu máli.
I einu tilliti kvað ráðherrann"aðstöðu skólans í dag gjör
breytta frá því, sem áður var. Menntun okkar kynslóðar væri
í fyrsta sinn orðið ævilangt viðfangsefni. Sú tíð v;eri liðin,
er jafnvel hin bezta menntun væri fullnægjandi til æviloka.
l>ess vegna mætti skólinn ekki lengur vera endastöð mennt.
unarinnar, heldur yrði hann að leggja grundvöll og skapa
áhuga á því framhaldsnámi, sem allir án tillits til aldurs,
kyns eða starfsgreinar fengju þörf fyrir altur cjg aftur á lífs-
ferlinum. Þetta væri hin ákvarðandi nýjung í aðstöðu skól-
ans.
En mitt í þessari þróun, sem krefðist aukinna uppeldis
fræðirannsókna, meiri endurbótavilja og umbótahæfileika,
væri þó eitt, sem ekki mætti breyta: Barnið, ungmennið yrði
ávallt að vera miðdepillinn, sem allt snerist um, og við þarl-
ir þess yrði skólastarfið að miðast.
Framtíð Norðurlancla ákvarðast af ýmsum rökum, sagði
K. B. Andersen að lokum, en ekki hvað
síz.t af því, hvernig norrænir kennarar
uppfræða norræn börn.
| ussi Saukkonen, menntamálaráðherra
Finna, lét svo ummælt í ávarpi sínu, að
norrænt samstarf hefði komið mörgu góðu
til leiðar á ýmsum sviðum og eflt Norður-
lönd í alþjtjðlegu samstarfi. A sama hátt
kvað hann þetta skólamót myndi verða
þjóðunum að gagni. Með aukntun sam-
skiptum þjóða yrðu vandamál uppeldis og kennslu sífellt
líkari í hinum ýmsu löndum, en sérstaklega ætti Jjetta við
10
I. Saukkonen