Menntamál - 01.08.1965, Blaðsíða 32
1 12
MENNTAMÁL
Nítjánda norræna skólamótið var sett í samkomusal Há-
skólans fimmtudaginn 22. júlí kl. 9.15. Svo fjölmennt var
við setningarathöfnina, að ekki komust nærri allir í sæti.
Sviðið var fagurlega skreytt blómum, og fánar Norðurlanda-
Jrjóðanna sex risu í tveim hvirfingum að baki ræðupallinum.
Margar hinna erlendu kvenna báru jrjóðbúninga, og and-
rúmsloftið var þrungið hátíðleik. Meðal gesta við setning-
una var forseti íslands, herra Ásgeir Ásgeirsson.
Setningarathöl'nin h<>fst með jrví, að strengjasyeit undir
stjórn Björns Ólafssonar lék tvö íslen/.k jjjóðlög. Síðan bauð
formaður undirbúningsnefndar mótsins, Helgi Elíasson
fræðslumálastjóri, gesti velkomna með
nokkrum orðum. Hann kvað 95 ár liðin,
síðan fyrsta norræna skólamótið var haldið
í Svíþjóð. Það hefði síðan verið haldið til
skiptis á Norðurlöndunum á meginland-
inn, en væri nú sett í fyrsta sinn á íslandi,
|>akkað veri byltingu í samgíingutækni.
Tækni og hraði er einkenni nútíðarinn-
ar og mun þó í ríkara mæli verða aðals-
merki framtíðarinnar, sagði fræðslumála
stjóri. En jafnvel jaótt okkur beri að hafa jákvæð viðhorf
gagnvart tækninni og ágætum hennar, mega önnurverðmæti,
sem gefa lífinu gildi ekki gleymast, og það er hlutverk sk<» 1 -
anna að gæta jiess. Það er mjög mikilvægt, að við gerum okk-
ur ljóst, hvernig tímarnir hafa breytzt og með hvaða liætti
skólinn getur bezt jrjónað samfélaginu og hinni uppvax-
andi kynslóð og átt sinn þátt í að skapa betri heim með að-
stoð tækni og vísinda. Tími einangrunarinnar er liðinn,
þess vegna er aljrjóðlegt samstarf nauðsynlegt, ekki sízt sam-
starf þjóða með skyldan menningararf, sem eiga sameiginleg
áhugamál og hafa hliðstæð vandamál við að glíma.
Að loknu ávarpi fræðslumálastjóra flutti dr. Gylfi Þ.
Gíslason menntamálaráðherra setningarræðuna. Hann lióf
tnál sitt á því að rekja þroskasögu Stephans G. Stephansson-
Helgi Eliasson