Menntamál - 01.08.1965, Blaðsíða 93
MENNTAMÁL
203
þarf því fræðilega menntun í að skilja barnið og aðstoða
það í skólastarfinu við að tileinka sér sífellt meira af menn-
ingararfi okkar og þekkingu á sámfélaginu. Kennaraefnið
verður að læra að þekkja skólann, sem verður starfssvið þess,
námsefnið, námsskrár, kennsluaðferðir og hjálpargögn og
hagnýtingu þeirra.
Einn þáttur kennaramenntunarinnar verður að vera
fræðsla urn þróunarstefnur og nýjungar í skólamálum bæði
heima og erlendis. Menntun kennaraefnanna verður sér-
staklega að beinast að þeim námsgreinum, sem þau eiga að
kenna. Þar verður bæði að leggja áherzlu á kennslufræðina
og kunnáttu í sjálfri greininni.
En fyrst og fremst þarf kennaraefnið að læra að vinna
sjálfstætt. Form kennslunnar verður því ýmist að vera fyr-
irlestrar, kennsluæfingar, vinna í smáum hópum og sjálf-
stætt einstaklingsbundið nám. Það er sérlega mikilvægt fyrii
kennarann, sem þarf að fylgjast með þeim nýjungum, sem
vísindin hlaða stöðugt upp, að hann geti sjálfur tileinkað
sér nýtt efni. Skipulögð framhaldsmenntun er nauðsynleg og
mikilvæg, en hæfileikinn til sjálfsnáms og viljinn til sjálfs-
raunar er ákvarðandi í hinu síbreytilega starli kennarans,
sagði Helge Sivertsen að lokum.
H ringborðsumræður um menntunarleiðir kennara
í skyldunámsskólum.
Albert Johansen, ritstjóri frá Danmörku, hóf mál sitt á
því, að taka undir þau orð Helge Sivertsens, menntamála-
ráðherra Noregs, að nauðsynlegt væri að fá beztu starfs-
kraftana til kennslustarfa og skilyrðin til þess væru m. a.
góð laun, góð vinnuskilyrði og að sjálfsögðu einnig góð
menntun. Ræðumaður benti á, að lramfarir í uppeldismál-
um væru háðar því, að liinn einstaki kennari gæti látið