Menntamál - 01.08.1965, Blaðsíða 87
MENNTAMÁL
197
skólaári, en reiknað væri með, að full framkvæmd næðist
árið 1970.
Samkvæmt fræðslulögunum frá 1959 hafa öl 1 börn rétt
á og ber skylda til að ganga í barnaskóla, nema þau njóti til-
svarandi fræðslu með öðrum hætti. Nemendur, sem ekki
geta fylgzt með í venjulegu námi, fá sérstaka kennslu, yfir-
leitt í skólunum sjállum, en Jró mörg í sérskólum.
Skipan menntaskólastigsins hefur verið endurbætt og
skólum fjölgað, en aðsókn að menntaskólum hefur aukizt
mjög síðustu 15 árin. Menntaskólarnir skulu nú almennt
reknir af fylkjunum, stærð Jreirra er afmörkuð 12—15 bekk-
ir ( ekki færri en 9 og ekki fleiri en 24), og skulu Joeir vera
.'lja ára skólar. 7 skólar (landsdelsskolar), dreifðir um hin
ýmsu fylki, skulu vera eins konar tilraunaskólar.
Fáningarskólinn og hin nýja skipan menntaskólanna urðu
til Joess, að ný lög um gagnfræðaskóla og menntaskóla vorn
sett 12. júní 1904 og tóku gildi I. ágúst sama ár. Skv. þeim
var sérstakt menntaskólaráð sett á laggirnar, til að leggja
línuna um námsefni og innra starf skólanna, en tilraunir
með námsefni og kennsluaðferðir liafa verið í gangi síðan
1962.
Aðsókn að verknámsskólum (yrkesskolar) hefur aukizt
mjög, einkum síðustu árin. 1 lögum frá 1901 er gert ráð fyrir
fjölgun tækniskóla á stiginu á milli verknámsskóla og há-
skcila. Á Jressu ári voru sett Iög um iðnnám í landbúnaði, og
um þessar mundir er unnið að heildaráætlun nm verknáms-
skóla lyrir árin 1965—1970.
Menntun fullorðinna hefur mjög verið á döfinni að und
anförnu, og sérstök stjórn fyrir þennan þátt fræðslumálanna
var sett á laggirnar á þessu ári. Hugmyndin er st'i að.gela
fullorðnu fólki möguleika á hvers kyns framhaldsmenntun,
og skal sú fræðsla vera jafngild annarri menntun. Ilér er
um brautryðjendastarf á Norðurlöndum að ræða.
UtjDensla skólakerfisins og frumkvæði fylkjanna um
byggingu og rekstur framhaldsskóla, sem taka við af skyldu-