Menntamál - 01.08.1965, Blaðsíða 39
MENNTAMÁL
149
og snilldarlegum upplestri á þjóðhátíðarljóði Tómasar Guð-
mundssonar frá 20 ára afmæli lýðveldisins. Endahnútinn
á þetta eftirminnilega kvöld rak svo Savannatríóið með stór-
skemmtilegum flutningi á íslenzkum þjóðlögum í nútíma-
legri útsetningu. Kynnir kvöldsins var Bjarni Guðmunds-
son blaðafulltrúi.
Þriðji og síðasti dagur mótsins hófst með erindi Martti
Takala, prófessors frá Finnlandi, um stöðu einstaklingsins
í samfélagi skólans. Þvínæst voru flutt 5 erindi samtímis,
og var nú mótsgestum vandi á höndum að velja úr hinu
girnilega efni. Erindin voru þessi: stúdentafjölgun og gáfna-
forði: Erik Lorensen, námsstjóri lrá Danmörku; tungumála
kennslan: Gunnar Norland, lektor frá Islandi; nýjar leiðir
i steerðfrceði- og eðUsfræðikennslu: Guðmundur Arnlaugs-
son, dósent frá íslandi; skólaþroski og frceðsluskylda: Odd-
var Vormeland, fræðslustjóri frá Noregi og hjálpargögn við
einstaklingsbundna kennslu: Olof Storm fræðslustjóri frá
Svíþjóð.
Að loknum þessum fimm erindum, sein flutt voru í Hótel
Sögu, Háskólanum, Melaskólanum og Hagaskólanum, söfn-
uðust mótsgestir aftur saman í samkomusal Háskólans og
hlýddu á Jörgen Bögh, dómprófast frá Danmörku, flytja er-
indi um uppeldi til tómstunda i velferðarriki. Lokaerindið
flutti svo Bengt Cullert, lektor frá Svíþjóð, um námsáhuga
og þekkingarkröf ur.
Klukkan 16 þennan sama dag söfnuðust þátttakendur til
mótsslita á Þingvöllum. Sólskin var og veður kyrrt og milt,
en þoka á fjöllum. Flestir erlendu gestanna litu nú Þing-
völl í fyrsta sinn. Þeir voru sýnilega snortnir af tign staðar-
ins, og hvíldi helgiblær ylir mannfjöldanum við mótsslitin.
Athöfnin á Lögbergi hófst með því, að Kristján Eldjárn
þjóðminjavörður kynnti staðinn og sögu hans skýrt og skil-
tnerkilega. Þá llutti Gylfi Þ. Gíslason menntamálaráðherra
ræðu. Hann minnti í upphafi á sögulegt gildi staðarins lyrir
þjóðerni og menningu íslendinga, tengdi síðan í örfáum