Menntamál - 01.08.1965, Blaðsíða 70
180
MENNTAMÁL
fyrir á 13 stöðum, og konm að meðaltali rúmlega 0 z-villur
á livern nemanda. Sumar villnanna eru auðvitað í því fólgn-
ar, að z er rituð, þar sem s átti að standa, en á hinn bóginn
má gera ráð fyrir, að rétt lausn byggist stundum á ágizkun.
Öryggi í meðferð z er því yfirleitt lítið, þegar þess er gætt,
hve reglur um notkun hennar eru raunar tæmandi í saman-
burði við ýmsar aðrar reglur. Þær virðast þó alls ekki með-
færi miðlungsnemenda bvað þá hinna tornæmari. Til að
kanna þetta nánar athugaði ég sérstaklega beztu úrlausnir
áðurnefndra nemenda. í ljós kom, að 18 nemendur — eða
4% — fóru alveg rétf með z, en hjá þeim, sem höfðu færri
villur alls en 24, voru nál. 4,3 z-villur að meðaltali, en þær
voru nálega 30% af heildarvilluf jc'ilda sihnu nemenda. Verð-
ur því hundraðshluti z-villnanna liærri, eftir því sem heild-
arvillutalan lækkar, og sýnir þetta, að z er einnig hinum
duglegri nemendum á þessu stigi mjög erfitt stafsetningar-
atriði, líklega erfiðara en flest hinna.1) Hér er þó rétt
að hafa í liuga, að mjög margir nemendanna liafa að öllum
líkindum ekki byrjað að nota z, fyrr en þeir hófu nám í .3.
bekk, því að samkvæmt námsskrá skulu z-reglur aðeins
kenndar þeim nemendum 2. bekkjar, sem lengst eru komn-
ir. Hafa þeir jjví fyrir tæpum tveimur árum orðið að lneyta
þeirri stafsetningu, sem var orðin þeim töm. í góðum úr-
lausnum jressa prófs má víða sjá rnerki jress, að s hefur verið
I) Til samanburðar við þctta skal getið athugunar, sem Rjiirn Af.
Ólsen gerði á stafsetningu latínuskúlanema á 9. tug aldarinnar, sem
leið. Hann kannaði 200 stíla við inntiikuprúf skólans og fann þar
1008 villur miðað við skólastafsetninguna. Af þeim fjölda voru 7,0%
samruglingur á s og z. Síðar athugaði Björn 200 ritgerðir við burtfar-
arpróf. Kom þá í ljós, að stafsetningarvillum hafði fækkað niður í
300, enda jtótt stílar efstubekkinga væru miklu lengri en stílar neðstu
bekkinganna höfðu verið. En nú voru z-villur hvorki meira né minna
en 22%. „Þetta bendir til, að mönnum veiti mjög örðugt að læra að
beita z rétt,“ segir Björn. Hefur hér þó verið um góða námsmenn
að ræða.