Menntamál - 01.08.1965, Blaðsíða 46
156
MENNTAMÁL
er fábreyttur eða fjölskrúðugur né hver leikni þeirra er í
að beita honum í daglegu tali. Um flutning og framburð
hafa prófkröfur verið sáralitlar.
Ég hef hér drepið á nokkur atriði, sem ættu að nægja til
að sýna, hvaða stefna móðurmálskennslunni var mörkuð,
einkum á fjórða og fimmta áratug aldarinnar. Helzt er svo
að sjá, að þeir, sem leiðina völdu, hafi gert ráð fyrir hinum
gamla grundvelli málmenningarinnar óbreyttum og jatn-
traustum og hann var fyrir þjóðlífsbyltinguna. Það er vit-
anlegt, að þeir menntamenn, er vaxnir voru úr grasi fyrir
heimsstyrjöldina síðari, höfðu lært að skilja málið til sænii-
legrar hlítar og nota það, áður en þeir hófu skólagöngu að
ráði, og kann því að vera, að þeir hafi litið á íslenzkunám
í skólum sem eins konar yfirbyggingu. Eða höfðu menn
oftrú á gildi málfræðikennslunnar? Til þess gæti það bent,
að bókmenntalestur í framhaldsskólum mótaðist allt um
of af sjónarmiðum málfræðinga, en þeim hættir jafnan til
að leita einstakra málfarslegra atriða í hverjum texta frem-
ur en skilnings á verkinu í heild og samsetning þess. Hvað
sem um það er, dylst ekki lengur, að skólarnir fundu móð-
urmálskennslunni ekki þann farveg, er fullnægði kröfum
nýrra tíma, og þegar hinn gamla grundvöll þraut, var byggt
á sandi.
Talmálið.
Þegar kaupstaðabörnin korna í sk(')lana 7 ára að aldri,
er kunnátta þeirra í málinu mjög lítil og málþroskinn á
lágu stigi, svo sem von er. Börnin skortir andlegt samneyti
við fullorðið fólk, svo að þau geti lært málið á sama hátt
og börn fyrri kynslóða. Flestir foreldrar gefa sér alltof lít-
inn tíma til að tala við börn sín, segja þeim sögur og ævin-
týri eða lesa fyrir þau. Svipuðu máli gegnir um eldri syst-
kini, enda er málþroski þeirra einnig af skornum skammti,
eins og nú er víða ástatt. Aðalathvarf barnanna og von í
þessum efnum er skólinn. Fyrsta meginviðfangsefni hans