Menntamál - 01.08.1965, Blaðsíða 117
MENNTAMÁL
227
Nám í æðri menntastofnunum tekur yiirleitt 5 ár, og
er námsskráin skipulögð þannig, að Iiver stúdent verður að
taka ákveðinn fjölda próia á ári og ijúka náminu á tilsett-
um tíma. Svonefnt „akademískt frelsi“ er ekki til. Við síð-
asta manntal (15. janúar 1959) Iiöfðu 3,7 milljónir tnanria
í Sovétríkjunum æðri menntun, 1,7 millj. hálfnaða æðri
menntun, með sérraenntun á miðskólastigi voru 7,8 millj.,
með almenna miðskólamentun 9,9 millj. og með barna-
skólamenntun 35,3 tnillj. (Heildaríbúatala landsins var þá
209 milljónir manna).
8. Sl.jórn frœðslumála.
Allir skólar í Sovétríkjunum eru í höndum ríkisins og
veita nú ókeypis fræðslu (en fram til 1956 var aðeins skyldu-
námið ókeypis). Ríkið rekur alla sk(')la og segir fyrir um
starfsemi þeirra. Æðsta vald ríkisins, Æðsta ráðið, setur
fræðslulög, sem gilda um <»11 Sovétríkin.
Samt sem áður er stjé»rn fræðslumála í höndum hinna
einstöku lýðvelda. l»að er ekkert eitt fræðslumálaráðuneyti
til fyrir öll Sovétríkin, heldur Itefur hvert lýðveldi sovét-
bandalagsins með framkvæmd fræðslumála sinna að gera.
bannig hefur Eistland sitt eigið fræðslumálaráðuneyti, svo
er og um Rússneska lýðveldið, Úkraínu o. s. frv. Undir
J»essi ráðuneyti heyra öll fræðslumál á landsvæði lýðveldis-
ins, menntun kennara, ráðning þeirra, skólabyggingar o.
s. frv. Hins vegar verður hvert lýðveldi að hlýða þeim lög-
um, sem eru í gildi lyrir öll Sovétríkin, og öll hneigjast þau
til að hafa rússneska lýðveldið að fyrirmynd. l»ótt ekkert
miðstjórnarvald sé þannig í fræðslumálum, má segja, að
kommúnistallokkurinn, sem er einn og óskiptur l’yrir öll
Sovétríkin, hali eftirlit með, að vilja æðstu stjórnenda sé
hlýtt hvarvetna, enda er uppspretta alls valds innan flokks-
ins, en ekki innan ríkisins.
Öll æðri menntun er þó undanþegin þessu: Til er sér-
stakt ráðuneyti fyrir æðri menntun, og nær valdsvið J»ess