Menntamál - 01.08.1965, Blaðsíða 23
MENNTAMÁL
133
menningu. í þjóðaruppeldi okkar er ekki um það hirtað leita
nýrra úrræða til björgunar menningarverðmætum, sem eru
aðglatast, eða glæða jrá sjálfsvirðingu með þjóðinni, að hún
hafni mörgu því fánýti, sem nemur land.
Margar þjóðir hafa mátt færa þungar fórnir við varðveizlu
sjálfstæðis síns og frelsis. hað er því skiljanlegt, að jrær leggi
á Jrað mikla áherzlu í skólum sínum að innræta hverri kyn-
slóð jregnskap og ættjarðarást.
Íslendingar voru svo gæfusamir að geta háð sína frelsis-
baráttu með orðum einum að vopni. l’eir hafa, — að nokkru
í krafti smæðar sinnar, — reynzt farsælir kröfugerðarmenn,
a. m. k. svo lengi sem þeir eiga einhvers fremur af öðrum
að krefjast en sjállum sér. Þjóðfrelsi fylgja þegnlegar skyld-
ur og ekkert ríki fær staðizt, sé J)að sjálfu sér sundurþykkt.
Allt frá því íslendingar fengu sjálfræði og þó einkum eftir
að fullt sjálfstæði var fengið, hefur afstaða stétta, hagsmuna-
hópa og einstaklinga gagnvart ríkinu oft verið ófriðar-
ástandi líkust.
Ættjarðarást Islendinga þróaðist í baráttu gegn erlendu
valdi og hefur síðan ekki náð öðrum þroska eða nreiri. Þegna
íslenzka ríkisins skortir ennþá tilfinningu fyrir því, að jreir
beri hver um sig og allir í félagi ábyrgð á hag og heill ætt-
lands síns .Allir eru reiðubúnir að berja sér á brjóst og ganga
berserksgang í ínryndaðri eða raunverulegri baráttu gegn
erlendu valdi, en vilja samt ekki fórna innlendum þjóðar-
hagsmunum skóbótarvirði.
Svo úrelt og lítt skiljanlegt hugtak senr þegnskapur er vel-
flestum íslendingum, verður það sanrt undir vexti lrans eða
áframhaldandi hnignun konrið, hvernig tilraun þessarar fá-
nrennu Jrjóðar til sjálfstæðis reiðir af.
Mundunr við ekki í skólunr okkar jrurfa að lara að dæmi
annarra þjóða og leggja aukna álrerzlu á þjóðaruppeldi til
þeirrar ættjarðarástar, sem felur í sér ábyrgðartilfinningu
og þegnskap?
Því hefur verið hér að þessum nrálunr vikið, að ástæða