Menntamál - 01.08.1965, Blaðsíða 88
198
MENNTAMAL
námsskóla sveitarfélaganna, gerði aðkallandi að breyta skip-
an yfirstjórnar skólamálanna í héruðunum. Hvert fylki
hefur nú fengið sinn fræðslustjóra, og sérstakri skólaáætlun-
ardeild hefur verið komið á fót í kennslumálaráðuneytinu.
SVÍÞJÓÐ:
Ingrid, Lunde umboðsmaður sagði, að nýskipan fræðslu-
kerfisins frá barnaskóla til menntaskóla og hin nýju viðhorf
í því sambandi hefðu gert endurbætur á menntun kennar-
anna nauðsynlegar, stjórnskipuð nefnd hefði um nokk-
urra ára skeið unnið að undirbúningi málsins og nýlega
hefði verið lagt fram frumvarp til laga um tilhiigun kenn-
aramenntunarinnar.
Ekki var talið mögulegt að taka upp helhedsuddannelse,
eins og Danir ætla að gera, sagði frú Lunde og var full efa-
semda um, að slíkt fyrirkomulag væri raunhæft. Þvert á
móti er sérhæfingin einkenni sænsku Jínunnar, en þar í
landi telja menn ógerlegt fyrir eina manneskju að hafa vald
á kennslu á öllum stigum skólans. Reynt er þó eftir föngum
að hafa sameiginlegt inntak í menntun allra kennara, t. d.
er námið í uppeldisfræði, sem er sú grein, sem mikilvægust
er fyrir hinn verðandi kennara, það sama fyrir kennara á
öllum skólastigum. Öll kennaramenntun er byggð á stúd-
entsprófi, og verða nemendur að hafa kennslu að markmiði
frá byrjun. Menntunin verður dregin saman á fáa staði og
flyzt upp á háskólastigið; ler fram í háskólum og kennarahá-
skólum í tengslum við þá, en hinir 19 sænsku kennaraskól-
ar verða lagðir niður. Hin nýja skipan verður í höfuðdrátt-
um þessi:
Smábarnakennarar fyrir I.—3. skólaár (Lágstadiet): 2ja ára
nám. Kennsla allra námsgreina nema handavinnu.
Barnakennarar fyrir 4.-6. skólaár (Mellanstadiet): 2)|/£ árS
nám. Kennsla alh'a námsgreina (einnig ensku) að 2