Menntamál - 01.08.1965, Blaðsíða 34
144
MENNTAMÁL
að bæta skilyrði sérhvers manns til sjálfsræktar, því að úr
þeim jarðvegi einum vex sönn hamingja.
Þessu marki nær skólinn því aðeins, að hann leggi grund-
völl að ævilangri viðleitni til sjálfsmenntunar. C)g slík
viðleitni ber ekki árangur nema lyrir andlegt átak. Mesta
hættan, sem nú er á vegi skólanna, er sú, að þeir telji alla
menntun geta verið skólamenntun. ()g mesta hættan, sem
nú er á vegi skólaæskunnar, er sú, að lienni gleymist, að
enginn þroski næst án átaks." Skólarnir þurfa l’yrst og
fremst, sagði menntamálaráðherra að lokum, „að kenna
nemendum sínum: Að lifa andlegu lífi eftir beztu getu.
Skáldbóndinn gat það án skólalærdóms. Við eigum að reyna
það með hjálp skólanna."
Að lokinni ræðu menntamálaráðherra var leikinn íslenzki
þjóðsöngurinn, en því næst voru liutt ávörp af hálfu hinna
Norðnrlandanna og að þeim loknum
leiknir þjóðsöngvar þeirra. Fyrstur talaði
K. I). Andersen, menntamálaráðherra
Dana. Hann kvað það enga tilviljun. að
fyrsta orðið í einkunnarorðum þessa skóla-
móts væri orðið þrónnarstefnur. Skólinn á
Norðurlöndum væri mitt í þeirri bylting-
arkenndu þróun þjóðfélagsins, sem nú
væri örari en nokkru sinni fyrr. Þess vegna
yrði hann að mótast af nýjum hugmynd-
um og þróast, ef hann ætti ekki að daga uppi til tjóns
bæði fyrir æskuna, sem hann ætti að þjóna, og samfélagið,
sem hann væri mikilvægur þáttur af.
Við verðum að stefna að skóla hinna mörgu möguleika,
hélt ráðherrann áfram, þar sem einstaklingurinn fær notið
sín, ekki skóla hinna föstu forma og harðvítugrar aðgrein-
ingar, heldur skóla sem einkennist af sveigjanleik, fjölhæfn'.
og valfrelsi nemandans. Skóli sjöunda tugs 20. aldarinnar
verður líka að vera skóli lýðræðisins í hingað til óþekktuni
mæli. Það væri takmarkalaus léttúð að taka ekki þetta verk-
Á'. /i. Antlersen