Menntamál - 01.08.1965, Blaðsíða 49
MENNTAMÁL
159
stöðu í bekknum. Sums staðar eru börn látin búa til
„leikþætti“ eftir fyrirmyndum úr daglegu líli, án þess að
efni leiksins sé fullsamið fyrirfram. Onnur aðferð er það
að færa lesið efni í leikform að meira eða minna leyti.
Börnin verða þá fulltrúar þess l’ólks, sem sagan eð’a þáttur-
inn fjallar um. Ekki þarf að gera kröfu um orðrétt tilsvör,
en æfingar af þessu tagi gefa oft til kynna skilning barn-
anna og innlifun í hið lesna efni. Bekkjarskemmtanir með
smáleikjum, samtölum, samlestri, frjálsum frásögnum, upp-
lestri og söng ættu að vera fastur liður í skólastarlinu.
Á unglingastigi eru talæfingar að sjálfsögðu afar mikil-
vægur þáttur móðurmálsnámsins. Nú skipta börnin um
kennara eða skóla, og þeim er oft skipað í bekki nteð öðr-
um hætti en áður. Mörg barnanna eru því komin í nýtt
umhverfi, nýjan félagsskap. Á þessum aldri eru unglingar
einnig tregari að segja hug sinn en áður, varfærnari í opin-
skárri tjáningu. Allt þetta torveldar æfingar í notkun
málsins, bæði tahnáls og ritmáls.
Þegar tekið er tillit til þessara aðstæðna, er augljóst, að
undirbúningur barnanna ræður úrslitum. Ifafi kennslan
í barnaskólanum beinzt að því að kenna börnunum að
skilja málið og nota það frjálslega og ójmngað, er fenginn
grundvöllur framhaldsnáms í móðurmáli og raunar einn-
ig öllum öðrum námsgreinum, því að málið þarf að nota
rneira og minna við alla kennslu. Að öðrum kosti er hætt
við, að róðurinn verði þungur.
Ákjósanlegast er því, að talælingar unglinga verði sem
beinast lramhald sömu starfsemi í barnaskólanum, en við-
fangsefnin verður að sjálfsögðu að sníða eftir jnoskastigi
nemenda. Víða erlendis, bæði austan hafs og vestan, jtyk-
ir sjálfsagt, að kennarar ræði við neméndur um merka
samtímaviðburði, sem fréttir berast af í blöðutn og útvarpi,
ennfremur ýmiss konar vandamál, sem ungti fólki er þörf ;i
að gera sér grein fyrir hleypidómalaust. Þá eru nemend-
ur æfðir í að taka saman og flytja stutt erindi um efni, sem