Menntamál - 01.08.1965, Blaðsíða 89
MENNTAMÁL
199
undanskildum, handavinnu og annaðhvort söng eða
leiktimi.
Unglingakennarar fyrir 7.-9. skólaár (Högstadiet): 4ra ára
nám. Sérhæfing í þrem námsgreinum.
Menntaskólakennarar: 5 ára nám. Fjögur fyrstu námsárin er
námið fólgið í sérhæfingu í 2 námsgreinum, en lokaár-
ið er áherzlan lögð á hagnýta uppeldisfræði. Kennari,
sem lokið hefur þessari menntun, þarf að bæta við sig
2ja ára námi til að ná lektorsgráðu.
í kennaramenntuninni verður nú lögð meiri áherzla á
hina hagnýtu uppeldisfræði og jafnframt reynt að koma á
nánara sambandi hennar og hins fræðilega þáttar námsins.
Enn lremur er stefnt að því, að kennarar á öllum skólastig-
um fái að kynnast rannsóknum og vísindastarfsemi á sínu
sviði. Þá er og leitast við að brúa bilið, sem hingað til hefur
verið á milli bekkjarkennara og kennara einstakra náms-
greina.
Gert er ráð lyrir, að hafizt verði handa um framkvæmd
hinnar nýju skipanar þegar á næsta ári, en lull framkvæmd
á að nást árið 1970.
Helge Sivertsen, menntamálaráðherra Noregs:
Menntunarleiðir kennara við skyldunámsskóla.
Margs er þörf til að skapa góðan skóla, sagði ræðumaður
en eitt er nauðsynlegt: góðir kennslukraftar. Þeim, sem hafa
það verkefni að ala upp starfshæft, lífsglatt og lélagslega sinn-
að fólk með sjálfstæða hugsun, er lalið erliðasta starl þjóð-
félagsins. Þeir verða að ala upp æskulýð, sem þarf ekki að-
eins að geta aðlagað sig kringumstæðunum eins og þær eru,
heldur að vera fær um að stjórna þróuninni og taka í sínar
hendur húsbóndavald ylir framleiðslukerlinu og þjóðlélags-
vélinni.