Menntamál - 01.08.1965, Blaðsíða 83
MENNTAMÁL
193
að gera langskólanám girnilegra en atvinnnlífið í augum
nemandans, en langskólanám er ekki fýsilegt, þegar flestir
jafnaldranna úr sama umhverfi hverfa út í atvinnulífið,
fara að vinna sér inn peninga og eru teknir í tölu fullorð-
inna.
Samkvæmt rannsóknum eru skólaleiði og sjálfræðisliingun
veigamestu ástæðurnar fyrir því, að unglingar hætta námi
við lok skyldunámsins. Hér þarf barnaskólinn að koma til
skjalanna og hafa áhrif bæði á nemendur og foreldra, jrað
er ekki á færi menntaskólans, sagði Lorensen. Hann taldi
nauðsynlegt að taka upp náið samstarf milli skólastiganna,
hagræða betur námsefninu og jafna skilin milli skólastig-
anna.
Ræðumaður varaði við að slíta vandamálið um stúdenta-
fjölgunina úr tengslum við önnur úrlausnarefni á mennt-
unarsviðinu. Ef maðurinn á að geta fylgt tækniþróuninni,
sagði hann, verður að hækka menntunarstig alls almennings.
Auka verður kennslu nemenda á öllum greindarstigum og
bæta starfsþjálfun.
Lorensen var þeirrar skoðunar, að í Danmörku Jryrfti að
lengja skólaskylduna vertdega og taka upp samfelldan skóla
til Jress að ná Jressu marki.
Nýjustu Ineytingar á skólakerfum Norðurlanda.
DANMÖRK:
Tage Kampmann kennaraskólastjóri skýrði höfuðlínurn-
ar í hinu nýja lagafrumvarpi um menntun kennara, sem
verið hefur í mótun hjá stjórnskipaðri nefnd allt frá 19fil
ogvar lagt fyrir þingið í maí s. I. I Jjessu frumvarpi er, í sam-
ræmi við danska hefð, haldið þeirri stefnu, sem nefnd er
helhedsuddannelse. En það hugtak felur í sér, að öll kenn-
araefni fá sameiginlega menntun í uppeldisfræði, sálarfræði
og kennslufræði höfuðgreinanna svokölluðu, Jr. e. a. s. móð-
urmáli, skrift, reikningi og kristnum fræðum, en tónlist og
13